Birting Áfangastaðaáætlunar Vestfjarða
Í dag var Áfangastaðaáætlun Vestfjarða birt formlega. Markaðsstofa Vestfjarða hefur unnið að skýrslunni undanfarin misseri og hefur skýrslan nú formlega farið fyrir sveitafélögin á svæðinu.
Ráðgjöf til að bæta stafræna getu
Vestfjarðastofa vinnur nú verkefni til að bæta stafræna getu ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. Markmið verkefnisins er að auka samkeppnishæfi fyrirtækjanna og ýta undir markvissari markaðssetningu og vörum og þjónustu þeirra.
Justice League frumsýnd 17. nóvember
Ofurhetjumyndin Justice League verður frumsýnd á Íslandi þann 17. nóvember n.k.
Vestfirðir utan háannar - Ráðstefna og vinnustofa
Markaðsstofa Vestfjarða ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða boða til ráðstefnu um þróun vörupakka fyrir Vestfirska ferðaþjónustu utan háannar.
Á ráðstefnunni verður meðal annars farið yfir nýútkomna markhópagreiningu Íslandsstofu. Jafnframt verður vinnustofur um áframhaldandi þróun vestfirskra vörupakka.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfirðinga og Málþing um Ferðamál
Í tengslum við Aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldið málþing um ferðamál með mjög áhugaverðum fyrirlesurum. Aðalfundurinn er opin öllum hagsmunaaðilum en atkvæðisrétt hafa fullgildir félagsmenn, þ.e. þeir sem greitt hafa félagsgjöld.