Tökur kvikmyndarinnar Justice League fljótlega að hefjast á Vestfjörðum
Tökur ofurhetjumyndarinnar Justice League hefjast í nóvember. Það telst fréttnæmt hér um slóðir sökum þess að myndin verður tekin upp að hluta til á Djúpavík á Ströndum. Tökur á myndinni hófust í apríl síðastliðnum en tökustaðirnir eru á Íslandi, Englandi og Skotlandi. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder og margir frægir leikarar munu koma fram í myndinni. Á meðal leikara eru Ben Affleck, Amber Heard, Amy Adams, Jared Leto, Jesse Eisenberg, J.K. Simmons, Jeremy Irons, Willem Dafoe og Julian Lewis Jones. True North kemur að framleiðslu myndarinnar en mikil leynd hvílir yfir verkefninu.
Ásbjörn Þorgilsson, einn eigenda Hótels Djúpavíkur, hefur tilkynnt að framleiðandi kvikmyndarinnar væri búinn að leigja Hótel Djúpavík í haust og að von sé á allt að 200 manns í Djúpavík til að vinna að myndinni. Þá segir hann að einnig sé von á skemmtiferðaskipi sem muni hýsa starfsliðið á meðan tökum standi.
Gert er ráð fyrir því að Justice League muni vera ein dýrasta mynd í framleiðslu til þessa. Myndin á að gerast á fjarlægri plánetu og í myndinni koma fram þekktar persónur líkt og Batman, Wonder Woman, Superman, Flash og Aquaman.