Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Víða er að finna hestaleigur þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Wild Westfjords
Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum. Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Iceland Travel / Nine Worlds
Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.  Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.  Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.  Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.  Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.  Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla  Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Vesturferðir
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu. Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.  Sala farmiða í HornstrandabátaHornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.  Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Aðrir (5)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Fosshestar Kirkjuból 400 Ísafjörður 862-5669
Simbahöllin Fjarðargata 5 470 Þingeyri 8996659
Victor Örn Victorsson / Strandahestar Víðidalsá 510 Hólmavík 862-3263