Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er margt hægt að gera á ferð sinni um Vestfirði sem er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.

Á Vestfjörðum má finna margar sundlaugar og ekki er verra að geta skellt sér saman í fallega náttúrulaug. Að fá sér sundsprett eftir langan dag í bílnum eða í skoðunarferðum er frábær leið til að slappa af og hlaða batterýin. Á Vestfjörðum er líka einn þriðji af strandlengju Íslands og því ljóst að það er enginn skortur á ströndum. Á Vestfjörðum má finna hinar klassísku svörtu sandstrendur en einnig ljósar strendur sem hentar alveg ótrúlega vel í sandkastalagerð. 

Á Vestfjörðum má finna ýmis villt dýr, fugla, refi og fiska en einnig er í boði að fara á opin býli eins og Skálholt á Barðaströnd þar sem hægt er að sjá svín, beljur, hænur og fleiri dýr. 

Raggagarður
Upphaf fjölskyldugarðsins.Frumkvöðull að þessum garði er formaður og framkvæmdastjóri áhuga-mannafélagsins um garðinn, Vilborg Arnarsdóttir ( Bogga ) í Súðavík.Hún hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum, að reisa sumarleiksvæði sem ætlað væri til að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir fjölskyldur á norðanverðum Vestfjörðum. Markmiðið með garðinum er að hlúa að fjölskyldum á svæðinu og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Að halda áfram uppbyggingu Súðavíkur sem ferðamannabæjar og efla afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu. Bogga kannaði áhuga heimamanna á þessu verkefni og kom í ljós að heimamenn, sumarhúsaeigendur og aðrir aðilar höfðu mikinn áhuga á verkefninu. Í framhaldinu var sótt um lóð fyrir fjölskyldugarðinn til hreppsnefndar Súðavíkur. Hugsjónin varðandi garðinn og minningin.Nafnið á garðinum er tilkomið vegna þess að frumkvöðull félagsins fór af stað með þetta verkefni og vinnuframlag sitt til minningar um son sinn Ragnar Frey Vestfjörð sem lést í bílslysi í Súðavík 17 ára gamall, 19. ágúst 2001. Það er hennar vilji að minningin um drenginn hennar verði til þess að fjölskyldugarður rísi á Vestfjörðum og skapi þannig fleiri tækifæri fyrir foreldra og börn til að eiga ánægjulegar stundir saman. Minningin um ungan dreng sem ekki fékk tækifæri til að lifa og verða fullorðinn maður.Garðurinn á að vera vettvangur til að eiga ánægjulega stund með börnum okkar og barnabörnum, þar sem fjölskyldan getur glaðst saman. Garðurinn er ætlaður sem góður og gleðilegur vettvangur til að hugleiða út á hvað lífið gengur eða hvað sé okkur dýrmætast í lífinu.   Nánari upplýsingar á www.raggagardur.is
Heydalur
Heiti potturinn í Heydal er náttúrulaug í stuttu göngufæri frá Sveitahótelinu í Heydal. Gott er að enda ánæjulegan dag með því að finna þreytuna líða úr sér í þessum náttúrupotti sem sumir segja færi gestum kraft. Hér á eftir er úrdráttur úr viðtali við Stellu Guðmundsdóttir gestgjafa í Heydal sem birtist í ferðablaði Markaðsstofu Vestfjarða vorið 2008.Gestum finnst forvitnilegt að gista í fjósi og borða í gamalli hlöðu, segir Stella Guðmundsdóttir, gestgjafi í Heydal. Hún rekur þar ásamt fjölskyldu sinni fjölþætta ferðaþjónustu. Sumarið leggst afar vel í okkur. Pantanir lofa góðu og það verður nóg um að vera í allt sumar, Í Heydal er meðal annars boðið upp á gistingu, tjaldsvæði, veitingar, kajakróður og hestaferðir. Dalurinn er algjör perla. Ef gengið Er meðfram ánni inn dalinn sem er kjarri vaxinn má sjá nokkur gil og í innsta gilinu eru margir litlir fossar. Einnig er gaman að ganga upp á fjöllin og yfir í næstu firði. Góð aukning var á tjaldsvæðinu á síðasta sumri. Við höfum gert mikið fyrir svæðið, gróðursett tré, komið fyrir leiktækjum og sett upp salerni og heitar sturtur. Svo er það að sjálfsögðu heita náttúrulaugin sem er alltaf vinsæl enda talið að Guðmundur góði hafi vígt hana og á hún að vera hin mesta heilsulind. Fuglaskoðun og gæðamálVið höfum alla tíð lagt áherslu á vöruþróun og gæðamál. Í ár verða nokkur skref stigin í þá veru. 2007 fengum við styrk frá Ferðamálaráði til að gera upplýsingaspjöld um þá fugla sem sjá má í Heydal og nágrenni. Í tengslum við það höfum við keypt sjónauka og unnið þannig að því að fjölga ferðamönnum sem koma til okkar gagngert til að skoða fugla, sem og að benda almennum ferðamönnum á þann fjársjóð sem í fuglunum felst. Spjöldin voru vígð í Júní sl. sumar og af því tilefni var ýmislegt við að vera, svo sem samkeppni um bestu fuglavísuna, skemmtilegustu fuglamyndina og fleira, segir Stella. Gæðamálin skipa ekki síðri sess. Við erum í verkefni Félags ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónustu bænda sem heitir Gerum góða gistingu betri. Þá verðum við líklega fyrst vestfirskra ferðaþjónustufyrirtækja til að fá Green Globe vottun sem vistvæn ferðaþjónusta, en það ferli er nú á lokastigi, segir Stella að lokum.
Sundlaug Tálknafjarðar
Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, tveir heitir pottar, sauna, kaldur pottur, vaðlaug og rennibraut. Í húsinu er einnig að finna tækjasal og stóran sal sem hægt er að leigja. Við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæði Tálknafjarðar en það er opið frá 1. júní – 1. september. Á tjaldsvæðinu er eldhúsaðstaða allan sólarhringinn, útigrill, salerni og sturtur. Einnig er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt: Sími: 456-2639  Netfang: sundlaug@talknafjordur.is  Facebook síðan okkar er hér: Vetraropnun: 09.00-19.00 virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum, lokað sunnudaga Sumaropnun: 09.00-21.00 virka daga og 10.00-19.00 um helgar.   ATH: Sölu lýkur 30 mínútum fyrir lokun. Gestir eru góðfúslega beðnir að fara uppúr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.
Suðureyri
Suðureyri stendur við sunnanverðan Súgandafjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Suðureyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1899 en fljótlega upp úr því tók að myndast vísir að byggð á eyrinni. Sjávarútvegur hefur alla tíð verið mikilvægasta atvinnugreinin á svæðinu og því ekki að ósekju að sjóklæðagerðin 66°N á upphaf sitt að rekja til Suðureyrar. Ferðaþjónusta hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum og er Suðureyri orðin þekkt víða um heim sem hið dæmigerða íslenska sjávarþorp enda hefur umfjöllun um bæinn ratað inn í flestar helstu ferðahandbækur sem gefnar eru út.  Í þjónustu við ferðafólk er lögð mikil áhersla á hina sögulegu tengingu við hafið og fiskveiðar, í sátt við náttúruna og umhverfið, en tæpast er hægt að finna vistvænna þorp en Suðureyri. Veiðar fara fram með vistvænum veiðarfærum, línu og handfærum, aflinn er fullunninn í þorpinu og þar er einnig fyrirtæki sem sérhæfir sig í að skapa verðmæti úr aukaafurðum fisksins þannig að lítið sem ekkert fer til spillis. Á Suðureyri er jarðvarmi, nokkuð sem önnur byggðarlög á norðanverðum Vestfjörðum búa ekki við og í botni fjarðarins er vatnsaflsvirkjun sem framleiðir rafmagn. Súgfirðingar leggja því höfuð áherslu á notkun endurnýjanlegrar orku og að halda mengun og úrgangi í algeru lágmarki. Það er óhætt að segja að Sjávarþorpið Suðureyri standi fyllilega undir nafni. Staðurinn  hefur verið leiðandi í þeirri miklu þróun sem orðið hefur í sjóstangveiði fyrir ferðafólk á undanförnum árum. Árlega kemur þangað mikill fjöldi gesta sem leigir sér bát og búnað til veiða. Mest eru það erlendir veiðimenn sem stoppa í viku í senn en séu bátar á lausu er ekkert því til fyrirstöðu að fólk geti skroppið á sjó í einn dag eða dagspart og sótt sér spriklandi ferska soðningu. Gestum á Suðureyri stendur einnig til boða að skoða fiskvinnsluna á staðnum, kíkja í beitingarskúra og jafnvel að slást í för með sjómönnum á miðin. Enginn ætti heldur að láta hjá líða að stoppa við lónið í útjaðri þorpsins, skoða þorskana sem þar búa og gefa þeim að éta, en þeir eru afar gæfir og eiga það til að þiggja matinn beint úr lófa fólks. Hægt er að fá æti fyrir þorskana í verslun staðarins.Suðureyri stendur á elsta hluta Íslands en bergið á svæðinu er um 15 milljón ára gamalt. Landslagið er fallegt og göngufólk getur valið um fjölda fallegra leiða. Þar má nefna gamlar samgönguleiðir svo sem leiðina um Klofningsheiði yfir til Flateyrar og leiðina upp Selárdal, handan fjarðarins, yfir Grábrókarheiði og til Bolungarvíkur. Úr botni fjarðarins er líka gaman að ganga upp gamla Botnsheiðarveginn, sem nú hefur verið aflagður sem bílvegur. Styttri og léttari leiðir eru líka í boði. Það er t.d. fallegt, auðvelt og skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna að fara fyrir Brimnes. Þangað er lítið mál að ganga frá Suðureyri en einnig stendur fólki til boða að leigja sér reiðhjól eða rafknúna vespu til að fara um á og rannsaka svæðið. Ekki má heldur gleyma því að á Suðureyri er besta sundlaugin á norðanverðum Vestfjörðum, útilaug með heitum pottum og gufubaði. Laugin stendur á afar fallegum stað undir fjallshlíðinni og nýtur mikillar hylli ekki síst á meðal fjölskyldufólks.
Synt og svamlað
Það er fátt betra en að ferðast milli sundlauga og náttúrulauga og njóta þess að horfa á umhverfið meðan heitt vatnið leikur við mann. 
Holtsfjara
Önundarfjörður er einstaklega fallegur fjörður, meira að segja á Vestfirskan mælikvarða. Þetta er að mestu leiti að þakka Holtsfjöru sem einkennist af gulleitum skeljasandi. Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum.  Á varptíma æðarfugla (15. apríl til 14. júlí) eru ákveðnir hlutar strandarinnar, eins og sandhólarnir, friðaðir til að vernda æðarfugla og hreiður þeirra. Gestir eru beðnir um að virða þessi svæði og halda sig fjarri merktum varpstöðum til að tryggja að fuglarnir geti orpið í friði. 
Sauðfjársetur á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Sauðfjársetrið er safn sem tekur á móti fjölda ferðamanna á ári hverju, auk þess sem íbúar á Ströndum koma margir margsinnis í heimsókn á hverju ári á viðburði eða í veislur. Sauðfjársetrið vinnur auk þess að margvíslegum menningarverkefnum. Jafnan eru uppi 4 sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Fastasýning safnsins heitir Sauðfé og sveitafólk á Ströndum. Síðan eru hverju sinni uppi þrjár tímabundnar sérsýningar sem standayfirleitt í 1-2 ár.  Í Sævangi er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind þar er í boði heimabakað bakkelsi, súpa, ís frá Erpsstöðum og fleira góðgæti, í Sauðfjársetrinu er einnig lítil handverks- og minjagripabúð.  Safnið er staðsett 12 km. sunnan Hólmavíkur Opnunartími 1. júní - 31. ágúst: Virkir dagar: 10:00-18:00 Laugardagar: 10:00-18:00 Sunnudagar: 10:00-18:00Opið eftir samkomulagi á veturna.
Naustahvilft
Í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði er áberandi hvilft sem setur mikinn svip á fjallasýn fjarðarins. Naustahvilft hefur einnig gjarnan verið kölluð Skálin eða Skessusætið. Oft er sagt að skessa sem hafi verið á hraðferð heim fyrir sólarupprás hafi þurft að hvíla lúin bein í firðinum og tyllt sér í hlíðinni og skilið eftir þessa myndarlegu hvilft þegar hún stóð upp og hélt áfram leiðar sinnar.  Það er vinsælt að ganga upp í Naustahvilft, það er stutt ganga eftir slóða í brattri hlíðinni og þaðan er frábært útsýni yfir Ísafjörð og út á Djúp. Fyrir neðan hvilftina er lítið bílastæði. 
Westfjords Adventures
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.   Opnunartímar; Mán - Fös 08:00 - 17:00 Lau + Sun 10:00 - 12:00
Svuntufoss
Í botni Patreksfjarðar er að finna fallegan foss sem heitir Svuntufoss. Til að komast að honum, er ekið eftir vegi 62 í átt að Patreksfirði. Um 5 mínútum eftir að ekið er fram hjá Kleifakarlinum, er beygt til hægri inn á lítinn malarveg. Þessi vegur er ekki í góðu ástandi, akið því varlega eftir veginum í örfáar mínútur og þá er komið á áfangastað. Gæta skal fyllsta öryggis við fossinn. Engin bílastæði eða innviðir eru við fossinn, því skal passa að ganga vel um svæðið.
Sundlaug Bolungarvíkur
Laugin er innilaug, 8 x 16,66 m., á útisvæði eru tveir heitir pottar, annar er 41°C heitur og hinn 39°C, með vatnsnuddi. Auk þess er á útisvæði upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur.  Einnig er í boði sauna með góðri hvíldaraðstöðu. Tjaldsvæðið er við sundlaugina og skammt undan er hinn vinsæli ærslabelgur. Opunartími  Virka daga 06:00 -22:00 Helgar 10:00-18:00
Hvítanes
Hvítanes er staðsett á nesinu milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Frá Hvítanesi er gott útsýni yfir Ísafjarðardjúpið og Vigur. Það sem leynist í fjörunni við bæinn er það sem fær flesta til þess að nema staðar. Á klöppunum og skerjunum rétt fyrir utan liggja yfirleitt nokkrir selir og stundum nokkrir tugir þeirra. Það eru fáir staðir á Íslandi sem bjóða upp á jafn mikla nálægð við þessi dýr líkt og Hvítanes. Bændurnir í Hvítanesi hafa einnig gert svæðið skemmtilegra með því að setja upp borð og bekki.
Listasafn Samúels í Selárdal
 Samúel Jónsson (1884-1969) hefur verið nefndur "listamaðurinn með barnshjartað". Þegar hann fékk ellilífeyri byggði hann listasafn og kirkju, gerði líkön af fjarlægum merkisbyggingum og málaði listaverk í Selárdal, án þess að hafa notið nokkurrar tilsagnar í myndlist. Að Brautarholti í Selárdal bjó hann til styttur af selum, ljónum, sæhesti, önd með unga sína á bakinu og af Leifi heppna. Ekki nóg með það, heldur reisti hann einn síns liðs heila safnbyggingu yfir verk sín auk kirkju sem hann ætlaði að varðveita altaristöflu er hann hafði málað og sem sóknarkirkjan hafði hafnað. Félag um listasafn Samúels hefur undanfarna tvo áratugi gert við höggmyndir og byggingar Samúels og endurgert íbúðarhús hans að Brautarholti. Safnið er opið gestum yfir sumartímann og allir velkomnir í kaffi í hús Samúels. 
Tungudalur
Bærinn Ísafjörður er staðsettur í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp og inn af Skutulsfirði liggja dalirnir Engidalur til vinstri og Tungudalur til hægri. Í gegnum Tungudal rennur áin Buná og í botni dalsins er fallegur foss. Dalurinn er sannkölluð miðstöð útivistar og ævintýra þar sem þar er að finna golfvöll, strandblakvöll, skíðasvæði, margar gönguleiðir og frábært tjaldsvæði. Í botni Tungudals er falleg sumarhúsabyggð og fyrir innan hana Tunguskógur.