Kjörin leið til þess að kynnast því sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner
Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður
Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann
Leiðsögukonan er klædd einsog fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrirofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðarog segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkareins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.(2 klst.)
Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar.
Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:
Into Nature (1 hour)
Traditional Tasting (20 min.)
Vistit the Church (20 min)
Aðrir gönguferðir eru:
Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)
Náttúruganga (5 klst.)Komdu að smakka (3,5 klst.)
Persónuleg leiðsögn skv.beiðniVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
View
Odin Adventures
Sólsetur í Dyrafirði,
2 til 3 tímar.
Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum.
Selaferð í firði Víkinganna.
2 til 3 tímar.
Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.
View
StrandFerdir.is
Við erum staðsett á Norðurfirði á Ströndum. Þar er lítil húsaþyrping í fallegu umhverfi. Út með firðinum er Krossneslaug sem staðsett er við sjávarmál. Ævintýri líkast.
Reykjafjörður er breiður og stuttur fjörður og blasir Drangajökull við. Þar eru heitar uppsprettur og úr einni þeirra rennur vatnið í sundlaugina. Við skerinn er svo selir að leik.
Þar má finna heitar uppsprettur í óspilltri nátturunni sem gefur trú á galdra og tröll nýjan merkingu.
View
Ögur Travel
Ögur Travel er staðsett í Ögri við Ísafjarðardjúp, 106 km frá Ísafirði. Tímabilið hjá okkur hefst í lok maí og er út september. Farið er í ferðir allt árið ef pantað er með fyrirvara. Kaffi- og veitingasala á staðnum frá miðjum júní. Við getum útvegað svefnpokapláss en að öðru leyti vísum við fólki á gistingu í Reykjanesi, Heydal, Ísafirði, Dalbæ og víðar. Ögur Travel getur útbúið heildarpakka með ferðum, gistingu, veitingum og nesti. Frítt er fyrir 15 ára og yngri í gönguferðir. Tungumál er íslenska, enska og Norðurlandamál (sænska og danska). Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.
View
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.
Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.
Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.
Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
View
Fisherman Hótel
Fisherman er ferðaþjónn á Suðureyri sem hefur m.a. 18 herbergi í boði fyrir gesti sem vilja upplifa sjávarþorpið Suðureyri og Vestfirði í heild sinni. Við höfum bæði herbergi með sameiginlegu baðherbergi og einnig herbergi með sér baðherbergi. Öll herbergi og veitingarými eru reyklaus og því miður getum við ekki leyft dýrum að koma með að tillitsemi við aðra gesti. Tengsl ferðaþjónustu og atvinnulífs í litlu vistvænu sjávarþorpi hefur notið vinsælda meðal okkar gesta. Hægt er að heimsækja þorskinn í lóninu, skella sér á sjóinn sem háseti á línubát, heimsækja fiskvinnsluna á staðnum eða fara í matarferð með leiðsögn um vistvænt sjávarþorpið. Við erum stolt af því að vera ferðaþjónar í sjávarþorpinu Suðureyri og okkur langar að hjálpa þér að upplifa Sjávarþorpið Suðureyri. Skoðaðu úrvalið af gistingu á heimasíðunni okkar.
View
Wakeboarding Iceland
Upplifðu Vestfirði á allt annan hátt, Wakeboard Iceland býður upp á magnaða upplifun í Vestfirskum vötnum og sjó, stígðu á brettið og undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna mun búnaðinum okkar fleyta þér áfram.
Boðið er upp ferðir í litlum hópum(allt að 4 einstaklingar) í hálfan dag eða heilan dag. Nánari upplýsingar um ferðir og bestu staðina fyrir wakeboarding eru á heimasíðu Wakeboard Iceland.
View
Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse
Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.
Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Hvalaskoðun:20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.
Sjóstangveiði:Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.
Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
View
Sjóferðir
Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið 2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka áfram með svipuðu sniði.
Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur viðrekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum.
Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48 farþega bátur sem oft fær viðurnefnið “drottningin”.
Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins.
Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is
Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá Stíg í síma 866-9650
View
Fisherman Seafood trail
Fisherman er ferðaskipuleggjandi með fullgild réttindi sem hefur aðsetur á Suðureyri. Fisherman er líka ástríðufullur matgæðingur sem elskar að taka á móti frábæru fólki frá öllum heimshornum og gefa þeim ekta lífsreynslu. Fisherman býður upp á ferðir sem sameina bæði menningarlega og matargerðarlega upplifun sem og að bjóða upp á hótelgistingu.
Hótelgestir fá Seafood Trail ókeypis yfir sumartímann. Gestir geta einnig tekið sér hlé á kaffihúsinu í miðbæ þorpsins.
Fisherman Seafood Trail, vörumerki fyrirtækisins og leiðsögn, býður upp á einstaka upplifun af rólegum ferðalögum.
Dekraðu við skynfærin með sælkerasmökkun, sögu staðarins í afskekktri, fallegri og sjálfbærri Suðureyri og kynntu þér hvernig sjávarútvegurinn hefur mótað íslenska menningu, fyrr og nú.
Það eru daglegar brottfarir yfir sumartímann en vinsamlegast hringið á undan til að staðfesta tímasetningu.
View
Láki Tours
Láki Tours bjóða upp á hvalaskoðunarferðir út frá Hólmavík yfir sumartímann. Algengustu hvalirnir sem þau sjá eru hnúfubakar og eru þeir þekktir fyrir að vera leikglaðir og hafa gaman af loftfimleikum, þeir eru forvitnir í kringum bátana og koma oft upp á yfirborðið.
Steingrímsfjörður er skjólgóður og er bátsferðin því yfirleitt þægileg og góð ásamt því að sjaldan þarf að hætta við ferð vegna veðurs. Þar sem hvalirnir halda sig oft nálægt landi er þessi tveggja tíma ferð með þeim stystu á Íslandi og sjást hvalir í nánast 100% tilfella.
View
The Fjord Hub
Fjord Hub er ævintýramiðstöð staðsett í miðbæ Ísafjarðar. The Fjord Hub er sannkölluð útivistarmiðstöð og býður upp á fulla þjónustu. Þar finnur þú hjólaleigu og reiðhjólabúð með ýmsan útivistarbúnað og skíða-/snjóbrettavax. Markmið okkar er að vera fyrsta og síðasta stopp til að skipuleggja ævintýrið þitt um Vestfirði. Fyrir utan verslun og þjónustu stöndum við fyrir ýmsum viðburðum er snúa að útivist. Fylgdu okkur á Facebook til að þess að fylgjast með viðburðum og fréttum.
View
ATV - Ísafjörður
ATV - Ísafjörður býður upp á fjórhjólaferðir með leiðsögn, þar sem hægt er að upplifa fjölbreytta náttúru í nágrenni Ísafjarðar á öruggan, einfaldan og skemmtilegan hátt í litlum hópum.
Við förum eftir malarslóðum, skoðum og upplifum staði sem erfitt getur verið er að nálgast á annan hátt. Uppi í fjöllunum er stórkostlegt útsýni og hægt að sjá yfir í næstu firði.
Okkar vinsælasta ferð er tveggja tíma ferð en hægt er að sérsníða ferðir fyrir hvern og einn. Hjólin okkar eru tveggja manna og einfalt að aka. Þú færð heilgalla, hjálm, hanska og leiðsögn. Allir sem hafa ökuréttindi geta ekið fjórhjóli og farþegar þurfa að vera 14 ára. Hámarksfjöldi í ferð er 8 manns (4 ökumenn og 4 farþegar).
View
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta.
Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.
Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001.
Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
View
Hornstrandaferðir
Hornstrandaferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir í friðland Hornstranda frá 1. júní til loka ágúst.
Farþegabátur okkar, Hesteyri ÍS 95 er hraðskreiður trefjaplastbátur sem getur tekið 24 farþega og er einstaklega góður sjóbátur.
View
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta.
Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.
Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001.
Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
View
Aðrir (28)
TourDesk | Lækjartorg 5 | 101 Reykjavík | 5534321 |
Viking Adventure | Vesturgata 27 | 101 Reykjavík | 842-6660 |
Westfjords Exploration | Stigahlíð 90 | 105 Reykjavík | 661-7338 |
ÓK Hvammstorg | Skógarhlíð 12 | 105 Reykjavík | 821-7722 |
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
FishIceland | Lundur 11, íbúð 503 | 200 Kópavogur | 899-4247 |
Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
Northern Adventurer | Kaldakinn 26 | 220 Hafnarfjörður | 772-7605 |
B.DÓTTIR Photography | Holtsgata 27 | 260 Reykjanesbær | 8637175 |
Amazing Westfjords | Mávagarður | 400 Ísafjörður | 888-1466 |
Fosshestar | Kirkjuból | 400 Ísafjörður | 862-5669 |
BS-Tours | Hjarðardalur | 400 Ísafjörður | 778-5080 |
Rósa Jóhannsdóttir | Fjarðarstræti 32a | 400 Ísafjörður | 823-0637 |
Olli ehf. | Eyrargata 8 | 400 Ísafjörður | 898-4471 |
Hertz bílaleiga - Ísafjörður | Ísafjarðaflugvöllur | 400 Ísafjörður | 522-4490 |
West Travel | Sindragata 15 | 400 Ísafjörður | 8936356 |
Vestfjarðaleið ehf. | Sundstræti 39 | 400 Ísafjörður | 893-8355 |
Eagle Tours | Höfðastígur 17 | 415 Bolungarvík | 858-4530 |
Iceland Sea Angling | Aðalgata 2 | 420 Súðavík | 456-1540 |
Margfætlur ehf. | Grundarstræti 1 | 420 Súðavík | 837-2800 |
Grænhöfði ehf. | Ólafstúni 7 | 425 Flateyri | 456-7762 |
Fisk Club | Brekkustígur 7 | 430 Suðureyri | 456-6200 |
Sýningin: Frönsku fiskimennirnir og gamli tíminn | Mýrar 8 | 450 Patreksfjörður | 456-1140 |
Keran Stueland Ólafsson / Travel-West | Breiðavík | 451 Patreksfjörður | 865-4695 |
Eaglefjord ferðaþjónusta | Gilsbakki 8 | 465 Bíldudalur | 694-8057 |
Wild west rocky | Hafnarstræti 24 | 470 Þingeyri | 8916832 |
Simbahöllin | Fjarðargata 5 | 470 Þingeyri | 8996659 |
Victor Örn Victorsson / Strandahestar | Víðidalsá | 510 Hólmavík | 862-3263 |