
Sæskrímslin - Nýtt íslensk götuleikhús af stærri gerðinni
Hvað er að gerast á hafnarbakkanum? Fréttir hafa borist af því að togari á veiðum rétt fyrir utan landgrunnið hafi fengið risavaxna og áður óþekkta lífveru í trollið. Skömmu síðar varð hann vélarvana og sendi út neyðarkall. Togarinn hefur nú verið dreginn í höfn. Á meðan beðið er eftir viðbrögðum vísindamanna við þessu furðufyrirbæri gefst almenningi einstakt tækifæri til þess að berja ferlíkið augum. Eru sæskrímsli úr þjóðsögum okkar komin fram í dagsljósið og hvaða skilaboð færa þau okkur?
Sæskrímslin eru nýtt íslenskt götuverk af stærri gerðinni sem byggja á íslenskum þjóðsagnaarfi. Sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props standa að verkinu ásamt MurMur Productions en verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík, sem einnig er meðframleiðandi verksins.
Aðgangur er ókeypis og verkið er að mestu flutt án orða svo það er aðgengilegt fyrir öll, óháð tungumáli.
Að sýningunni lokinni verður boðið upp á opna sirkussmiðju þar sem börn og fullorðnir geta spreytt sig í ýmiskonar sirkuslistum.

Inwest.is: Nýr vettvangur fyrir fjárfestingar á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum blæs nýjum vindum í fjárfestingum með tilkomu Inwest.is, nýrrar vefsíðu sem er hönnuð til að tengja saman innlenda og erlenda fjárfesta við fjölbreytt og eftirsóknarverð fjárfestingartækifæri á Vestfjörðum.

Aldrei fór ég suður
Aldrei fór ég suður fagnar 20 ára afmæli með dagskrá sem hefur aldrei verið betri.

Meiriháttar Mannamót
Það var líf og fjör á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofanna sem fram fór í gær í Kórnum í Kópavogi. Markaðsstofa Vestfjarða var eðli málsins samkvæmt á staðnum og með henni 15 samstarfsaðilar hennar víðsvegar af Vestfjörðum sem notuðu tímann vel við að kynna vörur sínar og þjónustu.

Ferðaþjónustuvikan í janúar
Á undanförnum árum hafa ýmsir viðburðir verið haldnir í janúar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við ferðaþjónustu og þar hafa Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verið stór. Þangað kemur fólk í ferðaþjónustu af allri landsbyggðinni til að efla tengslin við kollega sína á höfuðborgarsvæðinu. Til að fækka ferðum þeirra til Reykjavíkur var ákveðið að bjóða upp á þriggja daga dagskrá sem endar með Mannamótum.

Ferðaþjónustuvikan í janúar
Á undanförnum árum hafa ýmsir viðburðir verið haldnir í janúar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við ferðaþjónustu og þar hafa Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verið stór. Þangað kemur fólk í ferðaþjónustu af allri landsbyggðinni til að efla tengslin við kollega sína á höfuðborgarsvæðinu. Til að fækka ferðum þeirra til Reykjavíkur var ákveðið að bjóða upp á þriggja daga dagskrá sem endar með Mannamótum.

Vestfirsk ferðaþjónustufyrirtæki á Mannamótum
Síðastliðinn fimmtudag fóru Mannamót markaðsstofa landshlutanna fram í Kórnum í Kópavogi. Mannamót eru einn stærsti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu og voru gestir um 800 talsins sem er metfjöldi og fyrirtækin sem sýndu voru um 220 talsins alls staðar af landinu.

Berjatíminn hafinn
Vestfirðingar hafa verið að kíkja til fjalla að leita að berjum undanfarna daga og þau eru sannarlega mætt.