Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gistiheimili hafa ákveðinn sjarma, eru lítil og persónuleg. 

Gistiheimilið Malarhorn
Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3). Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.
Holt Inn sveitahótel
Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í hjarta Vestfjarða, í aðeins 15 mínútna akstri frá Ísafirði. Hótelið sem eitt sinn var skóli er nú með 11 nýuppgerðum herbergjum með sérbaðherbergi, þar af eitt fjölskylduherbergi. Hvert herbergi er með útsýni yfir eitt af tignarlegu fjöllum Önundarfjarðar. Á hótelinu er einnig setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Hótelið býður einnig uppá hleðslustöðvar og heitan pott, sem er með útsýni yfir allan fjörðinn.    Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð.  Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu. Í nágrenni Holts er hægt að upplifa ævintýri og menningu. Það má til dæmis fara á skíði, í fjallgöngur, gönguferðir, kajakferðir og hestaferðir. Einnig er hægt að skella sér á ströndina í Holti, sem er aðeins í stuttu göngufæri frá hótelinu og hefur hótelið hálftjöld til útláns sem tilvalin eru á ströndina. Hótelið er reyklaust og býður upp á frítt internet. 
Gamla gistihúsið
 Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum herbergjum er vaskur, sjónvarp og tölvutenging. Notalegir baðsloppar fylgja öllum herbergjum.Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina. Morgunverður er framreiddur í morgunverðarsal. Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með tölvu og bókahorni. Eldurnaraðstaða. Gamla gistihúsið er reyklaust. Einnig er boðið upp á  svefnpokapláss fyrir allt að 21 í sérhúsi, þar sem er góð snyrtiaðstaða, setustofa með sjónvarpi auk eldunaraðstöðu.  
Ferðaþjónustan Kirkjuból
Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem Strandasýsla og nærsveitir hafa upp á að bjóða. Kirkjuból stendur við veginn norður Strandir (nr. 68) og er 12 km sunnan við þorpið Hólmavík.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.  Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.  Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.  Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.  Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla  Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Gistihúsið við höfnina
Gistihúsið við Höfnina á Bíldudal er fjölskyldurekið gistihús, staðsett í hjarta þorpsins. Boðið er upp á 12 eins og tveggja manna herbergi, ýmist með eða án baðs ásamt tveimur stúdíóíbúðum, önnur með gistirými fyrir 1-2 og hin með gistirými fyrir 5-7. Gistihúsið við Höfnina er aðili að Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi. Steinsnar frá er hinn rómaði veitingastaður Vegamót, þar sem gestir geta snætt kvöldverð og örstutt er yfir á Skrímslasafnið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Daginn má einnig nýta til heimsóknar í Selárdal þar sem hinar einstöku höggmyndir Samúels Jónssonar er að finna eða í innlit í Gömlu smiðjuna á Bíldudal. Ef áhuginn liggur í útivist, þá eru margar fallegar gönguleiðir í nágrenni þorpsins. Í Seljadalsskógi er boðið upp á fræðslugöngu um skóginn í gegnum Wapp appið og í appinu er einnig að finna sögugöngu um Bíldudal. Fyrir þá sem vilja láta sjávarloftið leika um sig er boðið upp á ferðir út á Arnarfjörð í sjóstöng, náttúru- og hvalaskoðun, með Beffa Tours.
Gistiheimilið Mánagötu 1
Fimm herbergi eru að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Mánagötu 5.  Í fjórum herbergjum er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tveimur rúmum. Eldunaraðstaða er í eldhúsi og í stofunni er sófi og sjónvarp. Baðherbergin eru tvö og bæði með sturtu, þau eru sameiginleg. Morgunverður er ekki innifalin en mögulegt er að kaupa hann á Hótel Ísafirði gegn aukagjaldi. Mánagata 1 hentar mjög vel fyrir þá sem þurfa að hugsa um pyngjuna, en einnig skólahópa og íþróttahópa svo fátt eitt sé nefnt. Isafjordur Hostel er opið allt árið og er reyklaust. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókanna
Gemlufall guesthouse
Gemlufall  Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir.  Rými er fyrir 14 -16 manns.   Íbúð 1 - 6 manns.  Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2   Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.  
Ferðaþjónustan Urðartindur
Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði. Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér. Verð á tjaldsvæði 2023Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.Verð fyrir börn: FríttRafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.Hleðslustöð fyrir bíla  Opnunartími1. júní til 15. september
Gistiheimilið Bergistangi
GISTIHEIMILIÐ BERGISTANGI Boðin er gisting í tveimur húsum; Annars vegar tvö rúmgóð herbergi á jarðhæð í íbúðarhúsi eigenda með þremur rúmstæðum hvort. Sameiginlegur inngangur er með íbúð eigenda á annarri hæð. Sameiginlegt fyrir þessi tvö hergbergi, snyrting, lítið eldhús.  Hins vegar er gisting í frystihúsi, sem var byggt í tengslum við sláturhús á staðnum, og var notað sem slíkt í þrjátíu ár. Tímarnir breytast og svo er komið árið 1992, að ekki er lengur þörf fyrir frystihús. Fyrir nokkrum árum réðust eigendur hússins, í að breyta því í gistihús. Í húsinu eru þrjú herbergi, notuð fyrir gistingu. Kojur eru herbergjunum, sem eru misstór, átta kojur í stærsta herberginu og sex í hvoru hinna tveggja, samtals tuttugu. Í kojunum, sem eru á tveimur hæðum, eru góðar dýnur. Handlaugar eru í herbergjunum. Snyrting er einnig í húsinu. Rúmgott eldhús er og mjög góð eldunaraðstaða .  Húsið hefur verið vinsælt fyrir hópa og einstaklingar gista þar líka.
Gamli bærinn Brjánslæk
Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur. Í sama húsi er kaffihús opið 12:30 -17:00 yfir sumartímann og á neðri hæðinni má einnig finna upplýsingasýningu á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar. Einnig er þar fróðleikur um Hrafna Flóka, sem hafði vetursetu á Barðaströnd, mannvistaleifar frá þeim tíma finnast rétt hjá Brjánslæk, rétt hjá höfninni. En þekktastur er hann fyrir að ganga á Lómfell, sjá fjörð fullan af ís og nefna landið Ísland. Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00. Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.

Aðrir (36)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Miðjanes Reykhólasveit 380 Reykhólahreppur 690-3825
Reykhólar HI Hostel / Farfuglaheimili Reykhólar Hostel Álftaland 380 Reykhólahreppur 863-2363
Ferðaþjónustan í Djúpadal Djúpidalur 381 Reykhólahreppur 434-7853
Gistiheimilið Koddinn Hrannargata 2 400 Ísafjörður 456-5555
Mánagisting Mánagata 4 400 Ísafjörður 615-2014
Private house with garden Tangagata 10a 400 Ísafjörður 862-5669
Comfortable Bungalow Silfurgata 12 400 Ísafjörður 862-5669
Hótel Reykjanes Reykjanes 401 Ísafjörður 456-4844
Ferðaþjónustan Dalbæ Snæfjallaströnd 401 Ísafjörður 690-4893
Gisting í Grunnavík Grunnavík í Jökulfjörðum 401 Ísafjörður 456-4664
Einarshúsið Hafnargötu 41 415 Bolungarvík 4567901
Læknishúsið á Hesteyri Læknishúsið Hesteyri 415 Bolungarvík 881-46094
Blómsturvellir - Guesthouse Blómsturvelli 420 Súðavík 892-6478
Sudavik guesthouse Túngata 10 420 Súðavík 786-2657
Luxury house - Westfjords Holtagötu 4 420 Súðavík 8938164
Grænhöfði ehf. Ólafstúni 7 425 Flateyri 456-7762
Kirkjuból í Bjarnardal Kirkjuból, Bjarnardalur 425 Flateyri 456-7679
SIMA Hostel Ránargata 1 425 Flateyri 8978700
Flateyri Guesthouse Drafnargata 10 425 Flateyri 786-2657
Korpudalur HI Hostel Kirkjuból í Korpudal 426 Flateyri 821-7808
Gistiheimilið Stekkaból Stekkar 14, 19 450 Patreksfjörður 864-9675
Rauðsdalur Barðaströnd 451 Patreksfjörður 456-2041
Hótel Látrabjarg Fagrihvammur, Örlygshofn 451 Patreksfjörður 456-1500
Hnjótur Travel Hnjótur Örlygshöfn 451 Patreksfjörður 456-1596
Bjarkarholt Barðastrandarvegur 451 Patreksfjörður 456-2025
Hótel Breiðavík við Látrabjarg Látrabjarg 451 Patreksfjörður 456-1575
Gistiheimilið Bjarmalandi Bugatún 8 460 Tálknafjörður 891-8038
Hótel Sandafell Hafnarstræti 7 470 Þingeyri 456-1600
Gistihúsið við fjörðinn Aðalstræti 26 470 Þingeyri 847-0285
Höfði Guesthouse Dýrafjörður 471 Þingeyri 833-4994
Gistihús Tangahús Borðeyri Borðeyri 500 Staður 849-9852
Steinhúsið gistiheimili Höfðagata 1 510 Hólmavík 856-1911
Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík 862-1207
Broddanes – HI Hostel / Farfuglaheimili Broddanesskóli 510 Hólmavík 618-1830
Gistihús Hólmavíkur Hafnarbraut 22 510 Hólmavík 8960587