Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða um Vestfirði er hægt að komast í slíkar ferðir. 

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse
Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim. Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa. Hvalaskoðun:20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst. Sjóstangveiði:Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma. Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Westfjords Adventures
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.   Opnunartímar; Mán - Fös 08:00 - 17:00 Lau + Sun 10:00 - 12:00
Vesturferðir
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu. Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.  Sala farmiða í HornstrandabátaHornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.  Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.
Wild Westfjords
Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum. Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Aðrir (3)

FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Iceland Sea Angling Aðalgata 2 420 Súðavík 456-1540
Fisk Club Brekkustígur 7 430 Suðureyri 456-6200