Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar á Vestfjörðum. Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.

Upplýsingamiðstöð Súðavíkurhrepps
Cafe Dunhagi
Dunhagi er sögufrægt félagsheimili þar sem veitingarhúsið Cafe Dunhagi er rekið frá vori til hausts. Veitingarhúsið er landsfrægt fyrir að hrista saman heimsins kryddum til að gera máltíðina eftirminnilega. Á efri hæð hússins er Menningarhátíð Dunhaga þar sem landsfrægir listamenn, rithöfundar, ljóðaskáld og tónlistarmenn stíga á stokk allar helgar sumarsins. Í húsinu er víðamikið ljósmyndasafn þar sem saga Tálknfirðinga er rakin í máli og myndum. 
Upplýsingamiðstöðin á Reykhólum (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöðin er í stórri byggingu vinstra megin við afleggjarann niður að Reykhólaþorpi rétt áður en komið er að Hólabúð (almenn verslun, ferðamannasjoppa og N1-bensínstöð). Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ásamt Bátakaffi er í sama húsi.
Upplýsingamiðstöð Vesturbyggðar / Westfjords Adventures.
Westfjords Adventures
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.   Opnunartímar; Mán - Fös 08:00 - 17:00 Lau + Sun 10:00 - 12:00
Upplýsingamiðstöð Vestfjarða (Landshlutamiðstöð)
Opnunartími Sumar (15. júní - 31. ágúst):Virkir dagar: 08:00-17:00Helgar: 08:00-14:00 September:Virkir dagar: 08:00-16:00Helgar: 09:00-12:00 Haust/vetur/vor (1. október - 14. júní):Mán-fim: 08:00-16:00Fös: 08:00-12:00Helgar: Lokað 
Upplýsingamiðstöðin Þingeyri
Opnunartími sumarið 2020: Opið alla daga frá 11:00 til 17:00
Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar
Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita okkur innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum. Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð. Safnið er opið frá kl. 10-18 frá 1. maí- 30. september. Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma (museum@hnjotur.is eða síma 456-1511).
Upplýsingamiðstöð Bolungarvíkur (Svæðismiðstöð)
Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14 til 18.

Aðrir (1)

Almenningssamgöngur - upplýsingasíða - 101 Reykjavík 864-2776