Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Setur og menningarhús

Á Vestfjörðum má finna ýmiskonar setur og menningarhús, þar sem allskyns listviðburðir, sýningar og fræðsla fyrir alla aldurshópa fara fram.

Gamla bókabúðin Flateyri
Gamla Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands. Fjölskyldufyrirtæki í fjórar kynslóðir síðan 1914. Verslunin sérhæfir sig í gæða vörum og bókum frá Vestfjörðum í bland við heimsþekkt vörumerki frá fyrirtækjum sem hafa starfað í lengur en 100 ár.  Samhliða versluninni er hægt að skoða íbúð kaupmannshjónanna sem hefur verið varðveitt í óbreyttri mynd frá því að þau féllu frá. Þá er einnig hægt að gista á efri hæð hússins, þar sem svefnherbergi Bókabúðarfjölskyldunnar eru. HeimasíðaBooking 
Cafe Dunhagi
Dunhagi er sögufrægt félagsheimili þar sem veitingarhúsið Cafe Dunhagi er rekið frá vori til hausts. Veitingarhúsið er landsfrægt fyrir að hrista saman heimsins kryddum til að gera máltíðina eftirminnilega. Á efri hæð hússins er Menningarhátíð Dunhaga þar sem landsfrægir listamenn, rithöfundar, ljóðaskáld og tónlistarmenn stíga á stokk allar helgar sumarsins. Í húsinu er víðamikið ljósmyndasafn þar sem saga Tálknfirðinga er rakin í máli og myndum. 
Melrakkasetur Íslands
Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu. Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku. Opið: Maí: 10:00-16:00 Júní - Júlí: 09:00-18:00 September: 10:00-16:00 01. október - 14. maí:  eftir samkomulagi  
Skrímslasetrið
Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins. 
Kómedíuleikhúsið
 Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi.  Á heimasíðu okkar www.komedia.is og facebook síðu Kómedíuleikhússins eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölunum hverju sinni í minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi.  Allir nánari upplýsingar og miðasala er í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar okkar í Haukadal á tix.is   
Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space
 Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space er vettvangur fyrir samtímalist og tilraunakennd verkefni sem unnin eru þvert á listgreinar. Starfsemi gallerísins var gangsett árið 2013 í húsnæði gamla Slunkaríkis af Elísabetu Gunnarsdóttur og Gunnari Jónssyni myndlistarmanni. Starfsemi gallerísins fer fram í náinni samvinnu við alþjóðlegar gestavinnustofur ArtsIceland. ArtsIceland og Úthverfa / Outvert Art Space leggja áherslu á að greiða götu listafólks og sýniningarstjóra og gera þeimkleift að framkvæma verkefni sem geta skipt máli og haft afgerandi menningarleg áhrif.  Opnunartímar: Fimmtudaga – laugardaga 16:00 - 18:00 og eftir samkomulagi.   Starfsemi Gallerís Úthverfu/Outvert Art Space nýtur styrkja úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og frá Ísafjarðarbæ.  
Dalbær / Snjáfjallasetur
Sýningar um Drangajökul og horfna byggð í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu, um tónskáldið Sigvalda Kaldalóns og um Spánverjavígin 1615.  Snjáfjallasetri er ætlað að safna, skrá og varðveita sagnir, kveðskap, myndir, muni og ýmis gögn sem tengjast sögu byggðar í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum og standa að sýningahaldi, útgáfustarfsemi, vefgagnasafni og ýmsum viðburðum. Í Dalbæ er einnig rekin ferðaþjónusta, sjá hér .

Aðrir (2)

Safnahúsið Ísafirði Eyrartún 400 Ísafjörður -
Edinborg Menningarmiðstöð Aðalstræti 7 400 Ísafjörður 456-5444