Sundlaugar er víða að finna á Vestfjörðum, í byggð, við gamla héraðsskóla eða yfirgefnar einar úti í náttúrunni. Þær eru eins mismunandi og þær eru margar, það er því um að gera að heimsækja sem flestar á ferð sinni um Vestfirði.
Sundlaugin Laugarhóli: „Gvendarlaug hins góða“
Gvendarlaug hins góða er ylvolg 25m almenningssundlaug við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði á Ströndum.
Til hliðar við sundlaugina er vinsæl náttúrulaug (39-41°C) þar sem ljúft er að slaka á og upplifa náttúruna í sínu besta formi.
Fyrir neðan laugarnar rennur volgur lækur sem gaman er fyrir börn að busla í.
Hluti af vatninu sem rennur í sundlaugina kemur úr Gvendarlaug hinni fornu, sem var blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Minjastofnunar. Vatnið úr þeirri laug er talin búa yfir lækningarmætti.
Engin baðvarsla eða sundgæsla er á staðnum og fólk fer í laugina og pottana á eigin ábyrgð.
Laugin er opin alla daga frá kl. 8:00 - kl. 22:00.
View
Sundlaug Krossness
Krossneslaug er steinsteypt íslensk útisundlaug við fjöruborðið, fáeina kílómetra frá Norðurfirði í Strandasýslu. Laugin var tekin í notkun 5. júlí árið 1954. Hún er 12 1/2 x 6 metrar að flatarmáli. Umhverfis hana er steyptur stígur og við hana standa steyptir búningsklefar. Laugin og önnur mannvirki í sambandi við hana munu hafa kostað um 140 þúsund krónur.
View
Grettislaug
Á Reykhólum má finna frábæra sundlaug sem heitir Grettislaug. Við hlið sundlaugarinnar er að finna tjaldsvæði sem er opið yfir sumarið.
View
Sundlaug Patreksfjarðar
Íþróttamiðstöðin Brattahlíð á Patreksfirði var tekin í notkun í desember 2005. Þar er glæsileg útisundlaug, 16,5 x 8 m, tveir heitir pottar, vaðlaug, sauna, 140 m2 tækjasalur með nýjum TECHNOGYM tæknum og 900 m2 íþróttasalur.
Opnunartímar
Mánudaga - Fimmtudaga: 08:00 - 21:00
Föstudaga: 08:00 - 19:30
Laugardaga og Sunnudaga: 10:00 - 15:00
Sölu lýkur 30. mín fyrir auglýstan lokunartíma.
Gestir eru beðnir um að fara upp úr lauginni 10 mín fyrir lokun
View
Sundhöll Ísafjarðar
Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, 16 metra innilaug byggð strax eftir seinna stríð. Við laugina er einn heitur pottur og kalt kar.
Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi.
Símanúmer: 450 8480
Staðsetning á korti
Opnunartímar
Vetraropnun, frá 22. ágúst:Mánudagur: 07-08 og 16-21Þriðjudagur: 07-08 og 16-21Miðvikudagur: 07-08 og 16-21Fimmtudagur: 07-08 og 18-21Föstudagur: 07-08 og 16-21Laugardagur: 10-17Sunnudagur: 10-17
Sána:
Kvennaklefiþriðjudagarfimmtudagarsunnudagarföstudagar í sléttum vikum
Karlaklefimánudagarmiðvikudagarlaugardagarföstudagar í oddavikum
Vikunúmerum má fletta upp á www.vikunúmer.is.
Sumaropnun, frá 4. júní:Virkir dagar: 10-21Helgar: 10-17
Rauðir dagar að vori:Sumardagurinn fyrsti: 10-171. maí: LokaðUppstigningardagur: 10-17Hvítasunnudagur: LokaðAnnar í hvítasunnu: 10-1717. júní: Lokað
View
Sundlaug Bolungarvíkur
Laugin er innilaug, 8 x 16,66 m., á útisvæði eru tveir heitir pottar, annar er 41°C heitur og hinn 39°C, með vatnsnuddi. Auk þess er á útisvæði upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur.
Einnig er í boði sauna með góðri hvíldaraðstöðu. Tjaldsvæðið er við sundlaugina og skammt undan er hinn vinsæli ærslabelgur.
Opunartími
Virka daga 06:00 -22:00
Helgar 10:00-18:00
View
Hótel Laugarhóll
AÐSTAÐA
Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.
Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,
AFÞREYING
Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.
VEITINGASTAÐUR
Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.
KOTBÝLI KUKLARANS
Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.
GVENDARLAUG HINS GÓÐA
Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.
GVENDARLAUG HIN FORNA
Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.
STAÐSETNING
Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.
View
Laugarneslaug á Barðaströnd
Sundlaugin í Laugarnesi við Birkimel á Barðaströnd er fallega staðsett lítil sundlaug með glæsilegu útsýni yfir Breiðafjörð. Bæði er hægt að svamla um í steyptri sundlaug sem og að liggja út af í minni náttúrulaug neðand við þá stóru.
Það er Ungmennafélag Barðastrandar sem á og rekur laugina.
View
Sundlaug Þingeyrar
Sundlaug (innilaug)með heitum potti, sauna, líkamsrækt og útisvæði.
Opnunartímar í sumar:
Mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 – 21:00
Laugardaga og sunnud. frá kl. 10:00 – 18:00
Verið velkomin.
Tjaldsvæði opið allt árið.
View
Sundlaug Suðureyrar
Suðureyrarlaug er eina útilaug sveitarfélagsins. Þar er sundlaug (17 m), tveir pottar, vaðlaug, líkamsrækt og sambyggt íþróttahús sem tengir saman sundlaugina og grunnskólann.
Opnunartímar
Sumaropnun, frá 4. júní: Opið alla daga frá 11-20.
3. og 17. júní: Lokað
Vetraropnun, frá 22. ágúst:
Mánudagur: 17-20
Þriðjudagur: 16-19
Miðvikudagur: 13-19
Fimmtudagur: 16-19
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: 11-17
Sunnudagur: 11-17
View
Sundlaug Tálknafjarðar
Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, tveir heitir pottar, sauna, kaldur pottur, vaðlaug og rennibraut. Í húsinu er einnig að finna tækjasal og stóran sal sem hægt er að leigja.
Við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæði Tálknafjarðar en það er opið frá 1. júní – 1. september. Á tjaldsvæðinu er eldhúsaðstaða allan sólarhringinn, útigrill, salerni og sturtur. Einnig er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi.
Allir hjartanlega velkomnir, alltaf heitt á könnunni.
Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt: Sími: 456-2639 Netfang: sundlaug@talknafjordur.is Facebook síðan okkar er hér:
Vetraropnun: 09.00-19.00 virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum, lokað sunnudaga
Sumaropnun: 09.00-21.00 virka daga og 10.00-19.00 um helgar.
ATH: Sölu lýkur 30 mínútum fyrir lokun. Gestir eru góðfúslega beðnir að fara uppúr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.
View
Sundlaug Drangsness
Laugin var byggð árið 2005 og er 12.5 m löng. Þar er að auki heitur pottur, gufubað og krakkapollur.
Vetrartími:
Opið er á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 16 - 19Opið laugardaga og sunnudaga frá 14 - 17
Sumartími:
Árið 2010 hefst sumartími 4. júní og er til og með 22. ágúst
Virka daga frá kl. 10 til kl. 21Um helgar frá kl. 11 til kl. 18
Sími 451 3201
Netfang:
View
Aðrir (5)
Ferðaþjónustan í Djúpadal | Djúpidalur | 381 Reykhólahreppur | 434-7853 |
Hótel Reykjanes | Reykjanes | 401 Ísafjörður | 456-4844 |
Ferðaþjónustan Reykjarfirði | Hornstrandir | 415 Bolungarvík | 4567545 |
Flókalaug | Vatnsfirði | 451 Patreksfjörður | 456-2044 |
Sundlaugin á Þingeyri | Íþróttamiðstöðin | 470 Þingeyri | 450-8470 |