Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Langar þig í góðan kaffibolla og kannski eina kökusneið með? Fáðu þér endilega sæti á einu af yndislegu kaffihúsunum á Vestfjörðum. 

Fisherman Café
Heimsæktu kaffihúsið á Suðureyri, í hjarta bæjarins. Það er sérstakur staður til að vera á þar sem það fær afslappað andrúmsloft og notalegt umhverfi, ekki aðeins frá fólkinu sem vinnur þar, heldur einnig frá sögulegum hlutum og minjum sem þar eru í boði. Njóttu dásamlegra veitinga, vafraðu á netinu, bókaðu ferðina þína, keyptu listaverk frá svæðinu og uppgötvaðu minjar í hverfinu.
Cafe Dunhagi
Dunhagi er sögufrægt félagsheimili þar sem veitingarhúsið Cafe Dunhagi er rekið frá vori til hausts. Veitingarhúsið er landsfrægt fyrir að hrista saman heimsins kryddum til að gera máltíðina eftirminnilega. Á efri hæð hússins er Menningarhátíð Dunhaga þar sem landsfrægir listamenn, rithöfundar, ljóðaskáld og tónlistarmenn stíga á stokk allar helgar sumarsins. Í húsinu er víðamikið ljósmyndasafn þar sem saga Tálknfirðinga er rakin í máli og myndum. 
Stúkuhúsið Café / Restaurant
Stúkuhúsið er notalegur veitingastaður á Patreksfirði sem er staðsettur á mjög góðum útsýnisstað nálægt sundlauginni. Opnunartíma og aðrar upplýsingar má finna á Facebook síðu Stúkuhússins og á heimasíðunni www.stukuhusid.is. Á matseðli er lögð áhersla á ferskasta fisk dagsins og að sjálfsögðu íslenska lambið. Fjölbreyttur matseðill þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, súpur, salöt,bökur o.s.frv. Heimabakaðar kökur og allar gerðir af ilmandi kaffidrykkjum.  
Sauðfjársetur á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Sauðfjársetrið er safn sem tekur á móti fjölda ferðamanna á ári hverju, auk þess sem íbúar á Ströndum koma margir margsinnis í heimsókn á hverju ári á viðburði eða í veislur. Sauðfjársetrið vinnur auk þess að margvíslegum menningarverkefnum. Jafnan eru uppi 4 sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Fastasýning safnsins heitir Sauðfé og sveitafólk á Ströndum. Síðan eru hverju sinni uppi þrjár tímabundnar sérsýningar sem standayfirleitt í 1-2 ár.  Í Sævangi er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind þar er í boði heimabakað bakkelsi, súpa, ís frá Erpsstöðum og fleira góðgæti, í Sauðfjársetrinu er einnig lítil handverks- og minjagripabúð.  Safnið er staðsett 12 km. sunnan Hólmavíkur Opnunartími 1. júní - 31. ágúst: Virkir dagar: 10:00-18:00 Laugardagar: 10:00-18:00 Sunnudagar: 10:00-18:00Opið eftir samkomulagi á veturna.
Gistiheimilið Malarhorn
Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3). Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.
Galdrasýning á Ströndum
Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Á sýningunni er fjallað um íslensk galdramál og þjóðtrú tengdri viðfangsefninu. Þar kynnast gestir sérstökum galdramálum og fólkinu sem kom við sögu. Einnig er m.a. hægt að kynna sér hvernig vekja skal upp drauga eða kveða þá niður, koma sér upp nábrókum og gera sig ósýnilegan. Sumaropnun 15. maí - 30. september: Daglega10:00 - 18:00Vetraropnun 1. október- 14. maí: Daglega 12:00-18:00
Melrakkasetur Íslands
Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu. Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku. Opið: Maí: 10:00-16:00 Júní - Júlí: 09:00-18:00 September: 10:00-16:00 01. október - 14. maí:  eftir samkomulagi  
Gamli bærinn Brjánslæk
Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur. Í sama húsi er kaffihús opið 12:30 -17:00 yfir sumartímann og á neðri hæðinni má einnig finna upplýsingasýningu á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar. Einnig er þar fróðleikur um Hrafna Flóka, sem hafði vetursetu á Barðaströnd, mannvistaleifar frá þeim tíma finnast rétt hjá Brjánslæk, rétt hjá höfninni. En þekktastur er hann fyrir að ganga á Lómfell, sjá fjörð fullan af ís og nefna landið Ísland. Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00. Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.
Skrímslasetrið
Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins. 
Bryggjukaffi
 Lítið og vinalegt kaffihús sem opið er frá því í maí og út september ár hvert. Einnig nokkrar opnanir yfir vetrartímann. Á matseðlinum eru meðal annars súpur og beyglur auk kaffidrykkja og kaffibrauðs. Vínveitingaleyfi. Margir möguleikar á vegan útgáfu og glúteinlausum veitingum.    
Café Riis
 Café Riis leggur metnað sinn í að bjóða klassíska rétti á matseðli þar sem rík áhersla er lögð á gæðahráefni úr okkar nærumhverfi hvort sem um ræðir á láði og legi. Okkar margfrægu pizzur hafa notið mikilla vinsælda hjá gestum ogheimamönnum í gegnum árin, enda einstakar.  Café Riis, hefur verið starfandi veitingastaður síðan 1996 og er staðsettur í miðbæHólmavíkur, Hafnarbraut 39, í elsta húsi bæjarins, byggt 1897. Húsið á sér víðamikla og merkilega sögu, og er það rótgróin hluti af sögu Hólmavíkur frá upphafi kauptúnsins til okkar daga. 
Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar
Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita okkur innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum. Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð. Safnið er opið frá kl. 10-18 frá 1. maí- 30. september. Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma (museum@hnjotur.is eða síma 456-1511).
Vegamót
Veitingastaður og verslun á Bíldudal

Aðrir (13)

Bakarinn Hafnarstræti 14 400 Ísafjörður 456-4771
Gamla Bakariið Aðalstræti 24 400 Ísafjörður 456-3226
Húsið Kaffihús Hrannargata 2 400 Ísafjörður 4565555
Heimabyggð Kaffihús Aðalstræti 22b 400 Ísafjörður 847 7220
Hótel Reykjanes Reykjanes 401 Ísafjörður 456-4844
Þjóðlegt með kaffinu Ögur 401 Ísafjörður 868-5906
Víkurskálinn í Bolungarvík Þuríðarbraut 13 415 Bolungarvík 456-7554
Bókakaffi Bolungarvíkur Aðalstræti 21 415 Bolungarvík 456-7554
Litlibær Skötufjörður 420 Súðavík 695-5377 /
Gunnukaffi Hafnarstræti 11 425 Flateyri 456-7710
Simbahöllin Fjarðargata 5 470 Þingeyri 8996659
Safn Jóns Sigurðssonar Hrafnseyri, Arnarfjörður 471 Þingeyri 456-8260
Kaffi Norðurfjörður Norðurfjörður 524 Árneshreppur 451-4034