
Fyrir þá sem vilja fara á skíði eða snjóbretti og halda sig við skíðasvæðin þá er bæði skíða og gönguskíðasvæði á Ísafirði. En þó það sé ekki mörg skíðasvæði á Vestfjörðum þá látum við það ekki stoppa okkur, bara að skella undir sig skíðunum og halda af stað.

Sundlaugar er víða að finna á Vestfjörðum, í byggð, við gamla héraðsskóla eða yfirgefnar einar úti í náttúrunni. Þær eru eins mismunandi og þær eru margar, það er því um að gera að heimsækja sem flestar á ferð sinni um Vestfirði.

Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir.

Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða á Vestfjörðum eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.

Á Vestfjörðum má finna tvö af stærstu fuglabjörgum Evrópu, hér er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.

Víða má finna leikvelli og áningastaði þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman.

Um tuttugu tegundir hvala þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar. Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.