Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða á Vestfjörðum eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.
Golfklúbburinn Gláma
Heimavöllur Golfklúbbsins Glámu er á Meðaldalsvelli í Dýrafirði, um 5 km fyrir utan þorpið á Þingeyri. Vallarstæði golfvallarins er einkar fagurt, margbreytilegt landslag þar sem leikið er yfir allskyns torfærur, ber þar helst að nefna stífluna á sjöundu holu.
Völlurinn er 9 holur og par 72.
View
Golfklúbbur Bolungarvíkur
Syðridalsvöllur er golfvöllurinn í Bolungarvík, 9 holu völlur en þó með 18 teiga og er því skráður sem 18 holu völlur. Syðridalsvöllur er einn af fáum strandvöllum á Íslandi, völlurinn var byggður upp á svæði sem Landgræðsla Ríkisins hafði áður verið að græða upp til að sporna við sandfoki. Syðridalsvöllur er því einkar sérstakur og frábær tilbreyting að spila golf innan um sandhóla og melgresi. Syðridalsvöllur er par 71.
View
Golfklúbbur Bíldudals
Golfklúbbur Bíldudals var stofnaður árið 1992, félagsmenn hafa byggt fína aðstöðu á Litlueyrarvelli við Bíldudal. Þar var gömlu íbúðahúsi breytt í klúbbhús og verja fjöllin í dalnum völlinn fyrir veðri og vindum.
Völlurinn er 9 holur og er par 70 þegar spilaðir eru 2 hringir.
View
Golfklúbbur Ísafjarðar
Golfvöllur Ísafjarðar er 9 holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar.
Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi í nálægð við sumarbústaðarhverfi og tjaldsvæðið í Tungudal. Veitingasala og æfingarsvæði er í boði hjá Golfklúbbi Ísafjarðar.
View