Fyrir þá sem vilja fara á skíði eða snjóbretti og halda sig við skíðasvæðin þá er bæði skíða og gönguskíðasvæði á Ísafirði. En þó það sé ekki mörg skíðasvæði á Vestfjörðum þá látum við það ekki stoppa okkur, bara að skella undir sig skíðunum og halda af stað.
Borea Adventures
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.
View
Skíðasvæðið á Ísafirði - Tungudalur/Seljalandsdalur
Skíðasvæðið á Ísafirði er tvískipt:
Tungudalur: alpagreinarSeljalandsdalur: skíðaganga
Í Tungudal er eina alpagreinasvæðið á Vestfjörðum. Þar eru 3 lyftur og skíðaskáli og mjög góð aðstaða með fjölbreyttum brekkum fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig eru þar alþjóðlegar keppnisbrautir fyrir svig og stórsvig. Skíðasvæðið er allt upplýst. Hægt er að leigja skíða- og brettabúnað í skíðaskálanum.
Á Seljalandsdal er mjög gott göngusvæði með fjölbreyttum og upplýstum brautum, allt frá stuttum byrjendabrautum upp í krefjandi leiðir fyrir keppnisfólk. Brautakerfið lengist smátt og smátt eftir því sem líður á veturinn og síðla vetrar, þegar veður og aðstæður leyfa, má oft finna frábærar brautir sem bjóða upp á skíðaferðir sem spanna tugi kílómetra. Hægt er að leigja búnað á staðnum. Þegar snjóalög eru hagstæð má oft einnig finna troðnar göngubrautir í Tungudal, á svæðinu við golfvöllinn og tjaldsvæðið.
Opnunartími: Sjá heimasíðu. Sími á skíðasvæði er 450-8400 og 456-3125. Símsvari á skíðasvæði: 878-1011.
View