Á eigin vegum, undir leiðsögn eða á leigðum hjólum.
The Fjord Hub
Fjord Hub er ævintýramiðstöð staðsett í miðbæ Ísafjarðar. The Fjord Hub er sannkölluð útivistarmiðstöð og býður upp á fulla þjónustu. Þar finnur þú hjólaleigu og reiðhjólabúð með ýmsan útivistarbúnað og skíða-/snjóbrettavax. Markmið okkar er að vera fyrsta og síðasta stopp til að skipuleggja ævintýrið þitt um Vestfirði. Fyrir utan verslun og þjónustu stöndum við fyrir ýmsum viðburðum er snúa að útivist. Fylgdu okkur á Facebook til að þess að fylgjast með viðburðum og fréttum.
View
Iceland Travel / Nine Worlds
Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.
Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
View
Borea Adventures
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.
View
Aðrir (1)
Simbahöllin | Fjarðargata 5 | 470 Þingeyri | 8996659 |