Dynjandi
Dynjandi er mestur fossa á Vestfjörðum. Hann má finna í Dynjandisvogi fyrir botni Arnarfjarðar. Fossinn og umhverfi hans hans var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981, enda um einstaka náttúruperlu að ræða.Dynjandi er í ánni Dynjandi sem rennur ofan af Dynjandisheiði. Hún á upptök sín í nokkrum vötnum á heiðinni sem liggur í jaðri hálendissvæðis Glámu. Glámusvæðið einkennist af jökulruðningum og dældum sem smávötn hafa safnast í.Dynjandi fellur niður u.þ.b. 100 metra hátt og bungumyndað berg. Fossastiginn hefur orðið til vegna lagskiptingar bergsins í hraunlög og lausari millilög. Fossberarnir eru hraunlögin en millilögin hefur áin grópað undan þeim. Fossarnir í Dynjanda eru sex. Efst er Fjallfoss, þá Hundafoss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss og Sjóarfoss.
View
Foss í Fossfirði
Fossfjörður er einn af svokölluðum Suðurfjörðum, sem ganga inn úr Arnarfirði. Suðurfirðirnir eru Bíldudalsvogur, Fossfjörður, Reykjarfjörður, Trostansfjörður og Geirþjófsfjörður. Fossfjörður er þeirra vestastur. í botni Fossfjarðar er bærinn Foss og þar er einnig að finna fallegan foss sem heitir einfaldlega Foss. Í Fossfirði er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem hefur fengið nafnið A-húsið. Húsið er gamalt yfrigefið sem hefur verið vinsælt myndefni ferðalanga fyrir þær sakir að það er afar sérstakt í laginu og stendur á fallegum stað.
View
Svuntufoss
Í botni Patreksfjarðar er að finna fallegan foss sem heitir Svuntufoss. Til að komast að honum, er ekið eftir vegi 62 í átt að Patreksfirði. Um 5 mínútum eftir að ekið er fram hjá Kleifakarlinum, er beygt til hægri inn á lítinn malarveg. Þessi vegur er ekki í góðu ástandi, akið því varlega eftir veginum í örfáar mínútur og þá er komið á áfangastað. Gæta skal fyllsta öryggis við fossinn. Engin bílastæði eða innviðir eru við fossinn, því skal passa að ganga vel um svæðið.
View
Valagil
Valagil er staðsett í botni Álftafjarðar. Gilið er mikilfengleg sjón og þar finnast fjölbreytt berglög og stórbrotið landslag. Í botni Álftafjarðar er bílastæði og merkt gönguleið er inn að gilinu. Frá bílastæðinu er 2 km þægileg ganga inn að Valagili. Sumir telja að gilið dragi nafn sitt af fuglinum Fálka sem er stundum kallaður Valur, en þeir verpa gjarnan á svæðinu en aðrir telja að nafnið sé komið frá konu sem hét Vala og týndi lífi í gilinu fyrir hundruðum ára.
View
Nonna og Manna fossinn / Þingmannaá
Þingmannaá rennur niður í Vatnsfjörð úr Þingmannadal. Í árgljúfrum Þingmannaár eru fallegir fossar og hægt er að ganga á bakvið einn þeirra. Sá foss fékk hlutverk í þáttunum um Nonna og Manna árið 1990. Bílastæði er að finna í um 100 metra fjarlægð frá veginum og um það bil 5 mínútna ganga er að fossinum.
View