Nonna og Manna fossinn / Þingmannaá
Þingmannaá rennur niður í Vatnsfjörð úr Þingmannadal. Í árgljúfrum Þingmannaár eru fallegir fossar og hægt er að ganga á bakvið einn þeirra. Sá foss fékk hlutverk í þáttunum um Nonna og Manna árið 1990. Bílastæði er að finna í um 100 metra fjarlægð frá veginum og um það bil 5 mínútna ganga er að fossinum.