Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.

Fosshótel Vestfirðir
Vestfirðirnir eru þekktir fyrir stórbrotið landslag og ósnortna náttúru. Fosshótel Vestfirðir er fallega innréttað og glæsilegt hótel á Patreksfirði. Þaðan er stutt í stórkostlegar náttúruperlur eins og Látrabjarg, Rauðasand og fossinn Dynjanda. 40 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Ókeypis þráðlaust net Lyfta Fundaraðstaða Ókeypis bílastæði Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum.
Nicetravel ehf.
Nicetravel var stofnað árið 2012 af þremur íslenskum fjölskyldum. Markmið okkar er að bjóða upp á persónulega og ánægjulega upplifun fyrir okkar gesti og til að uppfylla það eru allar okkar ferðir framkvæmdar með farþega fjölda að hámarki 19 farþega.  Við bjóðum upp á dagsferðir og fjöldaga ferðir með brottför frá Reykjavík.  Mottóið okkar er að vera NICE.
Iceland backcountry travel ehf.
Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum. Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.
Hótel Djúpavík
Húsið sem nú er Hótel Djúpavík var byggt á 3ja áratug síðustu aldar fyrir konur sem unnu á söltunarplaninu við söltun síldar.  Þá kallaðist það Kvennabragginn. Það var síðan gert upp árið 1985 og það sumar komu síðan fyrstu gestirnir á hótelið. Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldmat í matsal sem er mjög sérstakur og fallegur. Kaffi og te eru frítt og brauð og kökur eru á boðstólum yfir daginn, ásamt léttum veitingum í hádeginu.
Hótel Ísafjörður
Hótel Ísafjörður er þægilegt heilsárshótel í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði. Hótelið er við Silfurtorg í hjarta bæjarins steinsnar frá allri þjónustu og höfninni. Í næsta nágrenni eru einnig sundlaug, upplýsingamiðstöð, söfn og strætisvagnar. Hótelið er allt innréttað í ljósum þægilegum litum og mjög vel í stakk búið til að þjóna fjölbreyttum hópi viðskiptamanna. Á hótelinu er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir ferðamenn, fjölskyldur og fólk í viðskiptaerindum. Öll herbergin eru með sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, síma, útvarpi og kaffi/te setti auk þess sem  frí háhraða nettenging er á öllum herbergjum og veitingasölum.  Hótelið er allt reyklaust. Á veitingastað hótelsins Við Pollinn er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu  á sem fjölbreyttastan hátt.  Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum. Starfsfólk hótelsins leggur sitt af mörkum til að gera dvölina bæði ánægjulega og þægilega og hefur faglegan metnað til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi. Persónuleg þjónusta og heimilislegt andrúmsloft hótelisins og nálægð við einstæða náttúru skapar öðruvísi umgjörð.
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.  Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.  Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.  Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.  Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla  Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Iceland Travel / Nine Worlds
Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.  Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
Gjögur - Norlandair
Flugáætlun: Akureyri - Grímsey Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn Akureyri - Nerlerit Inaat Reykjavík - Bíldudalur Reykjavík - Gjögur Nánar: https://www.norlandair.is/is/upplysingar/flugaaetlun
Ísafjörður - Icelandair
Icelandair flýgur til Ísafjarðar. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 40 mínútur. Á Ísafirði við Djúp er mikil náttúrufegurð og tilvalið fyrir þá sem hafa yndi af útiveru, stórbrotnu landslagi og fjölskrúðugu fólki að heimsækja þessar slóðir.  
Sea Kayak Iceland
Sea Kayak Iceland er staðsett á Ísafirði þar sem einstakt landslag er og magnað dýralíf er í miklu návígi. Komdu með okkur meðfram hinni töfrandi strandlengju með einstökum fjöllum, fjölda fossa og róandi umhverfi. Okkar markmið er að skapa einstaka og ógleymanlega upplifun fyrir þig, við bjóðum upp á sérsniðna leiðangra sem henta þínum þörfum, sem og skipulagðar ferðir sem þú getur farið í án fyrirhafnar. Einnig bjóðum við uppá léttar dagsferðir. Öryggi þitt og geta innan sjókajaksiglinga skiptir mestu máli þegar þú ert á sjó með okkur. Við hlökkum til að fá þig með í ævintýri á Vestfjörðum.
Borea Adventures
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa. Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.  Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.  Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 
Vesturferðir
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu. Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.  Sala farmiða í HornstrandabátaHornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.  Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.
Fantastic Fjords ehf.
Við erum ferðaskrifstofa á Vestfjörðum og sérhæfum okkur í menningartengdum ferðum og hvataferðum. Við bjóðum bæði upp á dagsferðir sem og lengri ferðir um hina frábæru Vestfirði. 
Wild Westfjords
Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum. Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Bíldudalur - Norlandair
Flugáætlun: Akureyri - Grímsey Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn Akureyri - Nerlerit Inaat Reykjavík - Bíldudalur Reykjavík - Gjögur Nánar: https://www.norlandair.is/is/upplysingar/flugaaetlun
Cycling Westfjords
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.   Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021. 
Westfjords Adventures
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.   Opnunartímar; Mán - Fös 08:00 - 17:00 Lau + Sun 10:00 - 12:00
Hidden Iceland
Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt. Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands. ÁætlunarferðirHidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina. Sérferðir og ferðaskipulagningHidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. Hvataferðir og fyrirtækjapakkarVið bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp. Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með. Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is. 

Aðrir (15)

Le Monde des Elfes +3368606199
TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Pink Iceland Hverfisgata 39 101 Reykjavík 562-1919
Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Luxus Vesen ehf. Túngötu 17 400 Ísafjörður 781 4966
Sudavik Tours Túngata 20 420 Súðavík +33 6 24 40
Explographe Hjallavegur 2 425 Flateyri 611-3793
Þemaferðir ehf. Bakki, Bjarnarfirði 510 Hólmavík 451-3384
Soleil de minuit Brekkugata 13 600 Akureyri 847-6389