Meiriháttar Mannamót
Þarna voru: ATV Ísafjörður, Borea Adventures, Cycling Westfjords, Galdur Brugghús, Galdrasýning á Ströndum. Gamli bærinn Brjánslæk/Brjánslækjarbúið, Hótel Ísafjörður, Ísafjörður Guide, Kertahúsið/Fantastic Fjords, Kómedíuleikhúsið, Sauðfjársetur á Ströndum, Strandferðir, Vesturbyggð, Vesturferðir og Westfjords Adventures. Aldrei hefur betri aðsókn verið á Mannamótin, sem í þetta sinn sóttu um 1400 manns og höfðu því sýnendurnir í nægu að snúast við að segja áhugasömum frá öllu því spennandi og skemmtilega sem hægt er að upplifa á Vestfjörðum. Að sama skapi hafa aldrei verið fleiri sýnendur, en í heildina mættu tæplega 250 fyrirtæki af landinu öllu.
Hlutverk markaðsstofa landshlutanna er meðal annars að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og sinna markaðsetningu á sínu svæði. Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sjö talsins, auk Vestfjarða eru þær á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Þær leggja sig fram um að eiga í góðu samstarfi við fyrirtæki í greininni, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila. Til að efla enn frekar tengslin á milli vestfirskra ferðaþjóna brá sýnendahópurinn sér saman út að borða í lok ánægjulegs dags.