Láki Tours bjóða upp á hvalaskoðunarferðir út frá Hólmavík yfir sumartímann. Algengustu hvalirnir sem þau sjá eru hnúfubakar og eru þeir þekktir fyrir að vera leikglaðir og hafa gaman af loftfimleikum, þeir eru forvitnir í kringum bátana og koma oft upp á yfirborðið.
Steingrímsfjörður er skjólgóður og er bátsferðin því yfirleitt þægileg og góð ásamt því að sjaldan þarf að hætta við ferð vegna veðurs. Þar sem hvalirnir halda sig oft nálægt landi er þessi tveggja tíma ferð með þeim stystu á Íslandi og sjást hvalir í nánast 100% tilfella.