Tungudalur
Bærinn Ísafjörður er staðsettur í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp og inn af Skutulsfirði liggja dalirnir Engidalur til vinstri og Tungudalur til hægri. Í gegnum Tungudal rennur áin Buná og í botni dalsins er fallegur foss. Dalurinn er sannkölluð miðstöð útivistar og ævintýra þar sem þar er að finna golfvöll, strandblakvöll, skíðasvæði, margar gönguleiðir og frábært tjaldsvæði. Í botni Tungudals er falleg sumarhúsabyggð og fyrir innan hana Tunguskógur.