Holtsfjara
Önundarfjörður er einstaklega fallegur fjörður, meira að segja á Vestfirskan mælikvarða. Þetta er að mestu leiti að þakka Holtsfjöru sem einkennist af gulleitum skeljasandi. Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum.
Á varptíma æðarfugla (15. apríl til 14. júlí) eru ákveðnir hlutar strandarinnar, eins og sandhólarnir, friðaðir til að vernda æðarfugla og hreiður þeirra. Gestir eru beðnir um að virða þessi svæði og halda sig fjarri merktum varpstöðum til að tryggja að fuglarnir geti orpið í friði.