Ég man þig - upptökur hefjast á Vestfjörðum
Tökur hefjast fljótlega á kvikmyndinni Ég man þig sem byggð er á bók Yrsu Sigurðardóttur.
30.10.2015
Sagan Ég man þig gerist að stórum hluta á Hesteyri í Jökulfjörðunum og munu tökur vera þar, sem og á Ísafirði og í Reykjavík. Það eru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð sem fara með aðalhlutverkin í myndinni. Það verður gaman að fylgjast með framvindu þessarar sögu og ljóst að margir muni bíða spenntir eftir því að skella sér í bíó á þessa draugalegu sögu.