Vestfirðir utan háannar - Ráðstefna og vinnustofa
Markaðsstofa Vestfjarða ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða boða til ráðstefnu um þróun vörupakka fyrir Vestfirska ferðaþjónustu utan háannar.
Á ráðstefnunni verður meðal annars farið yfir nýútkomna markhópagreiningu Íslandsstofu. Jafnframt verður vinnustofur um áframhaldandi þróun vestfirskra vörupakka.
Nánari dagskrá og skráning verður kynnt í næstu viku.
Ráðstefnan verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, þann 20. október frá 10:00-15:00.
Dagskrá:
Vestfirðir utan háannar
Kynning á áherslum Markaðsstofu Vestfjarða
Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða
Niðurstöður og áherslur vinnufunda
Birna Jónasdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vestfjarða
Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu - ný markhópagreining
Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
Ísland frá A til Ö - nýjar markaðsáherslur
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
Reykjanes þar sem allir koma en fáir stoppa
Þuríður Aradóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness
Hádegismatur
Vinnustofa
Samantekt
Skráning fer fram hér.