Á fimmtudögum í sumar verður hægt að fylgjast með og taka þátt í lifandi handverki í Koltru.
Frá kl. 20-21:30 mun fólk sitja og vinna handverk, m.a. að prjóna eða hekla. Öllum er velkomið að koma með sitt eigið handverk, eða bara kíkja á hina og fylgjast með.
Koltra er gallerí og handverkshús með vestfirsku/dýrfirsku handverki til sölu og er að finna í gamla Salthúsinu á Þingeyri. Í húsinu er einnig upplýsingamiðstöð ferðamála staðsett þar sem upplýsingar um afþreyingu í nærumhverfinu er að finna.
Koltra og upplýsingamiðstöðin er með opið alla daga frá kl. 10-18.
Verið velkomin!