Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Veturnætur 2024

23.-27. október

Veturnætur 2024 fara fram dagana 23.-27. október.

Dagskrá

Miðvikudagur 23. október

17:00 Opnun sýningar Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, Marga fjöruna sopið, á gangi Safnahússins á Ísafirði.
20:00-23:00 Stjörnuskoðun með Diego (ef veður leyfir). Stjörnuskoðunin fer fram ofan við ysta hluta Urðarvegs, sjá á korti.

Fimmtudagur 24. október

17:00 Lúðrasveit TÍ spilar hressandi lög í Neista.
20:00 Bleikt boð Krabbameinsfélagsins Sigurvonar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
20:00-23:00 Stjörnuskoðun með Diego (ef veður leyfir). Stjörnuskoðunin fer fram ofan við ysta hluta Urðarvegs, sjá á korti.

Föstudagur 25. október

16:00 Listamannaspjall í Gallerí Úthverfu með portúgölsku listakonunni Inês Quente.
17:00
Opnun í Listasafni Ísafjarðar á einkasýningu Sigurðar Atla Sigurðssonar.
18:00 Einleikur (nema það eru margir einleikir): Einleikjasýning Lýðskólans á Vagninum á Flateyri.
20:00-23:00 Stjörnuskoðun með Diego (ef veður leyfir). Stjörnuskoðunin fer fram ofan við ysta hluta Urðarvegs, sjá á korti.

Laugardagur 26. október

11:00-13:00 Listasmiðja fyrir börn á miðstigi í LRÓ, Edinborgarhúsinu.
12:00-14:00 Opið hús í Tónlistarskóla Ísafjarðar.
13:00 Túr um Byggðasafnið á einfaldri íslensku í samstarfi við Gefum íslensku séns.
13:00-16:00
Opið hús í Netagerðinni.
14:00 Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2024. Viðburðurinn fer fram í Netagerðinni.
14:00-16:00 Manga-vinnustofa á Bókasafninu Ísafirði. Vinnustofan er ætluð börnum 12 ára og eldri.
20:00 Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása í Sigurðarbúð.
20:00-23:00 Stjörnuskoðun með Diego (ef veður leyfir). Stjörnuskoðunin fer fram ofan við ysta hluta Urðarvegs, sjá á korti.

Sunnudagur 27. október

11:00-13:00 Listasmiðja fyrir börn á yngsta stigi í LRÓ, Edinborgarhúsinu
14:00
„Hope — Von“ Lóðréttur dans á turni slökkviliðsstöðvarinnar: Sirkuslistakonan og dansarinn Heidi Miikki sýnir dansverk á slökkvistöðinni á Ísafirði.
16:00
Útgáfuhóf nótnabókarinnar Lög frá Ísafirði í Edinborgarhúsinu.
20:00-23:00
Stjörnuskoðun með Diego (ef veður leyfir). Stjörnuskoðunin fer fram ofan við ysta hluta Urðarvegs, sjá á korti.