Upplýsingar um verð
Langar þig til að læra að hekla buddur með mósaíkmunstur? Ég skal kenna þér það!
Á námskeiðinu er kennd grunntækni í mósaíkmunstur-hekli og hvernig má nota þessa tækni við að gera fallegar buddur. Þá byrjið þið á buddunni ykkar á námskeiðinu og allir ættu að komast vel á veg með hana svo þið getið auðveldlega klárað hana heima. Þá má einnig nota sömu uppskrift og tækni til að hekla mósaík púða.
Athugið að námskeiðið er ætlað þeim sem kunna aðeins að hekla og henta því ekki algjörum byrjendum, þá er nóg að kunna bara grunninn: loftlykkjur, fastalykkjur og stuðla.
Ég heiti Tinna Þórudóttir Þorvaldar og er kennarinn. Ég hef heklað og stundað hannyrðir síðan ég man eftir mér, gefið út 3 heklbækur, þær Þóru, Maríu og Havana, og ritstýrt þeirri fjórðu, Heklfélaginu. Ég er þaulreynd í heklkennslu, hef haldið heklnámskeið sl. 15 ár og kennt mörg hundruðum nemenda handtökin.
Skráning og allar frekari upplýsingar hjá Tinnu á netfangið tinnahekl@gmail.com
Námskeiðið stendur í tvo tíma, frá 17-19 laugardaginn 8. mars , og fer fram á kaffihúsinu Heimabyggð á Ísafirði. Ég hlakka þvílíkt til að koma vestur!
Þið þurfið að koma með:
6-10 cm langan rennilás (alls ekki stærri svo allir komist vel á veg með budduna sína á námskeiðinu!)
Saumnál með beittum oddi sem hentar garni
Heklunálar nr 2,5 og 3
bómullar garn sem hæfir nál 3 minnst 2 liti og best að hafa mikinn contrast í litunum. Það er hægt að nota hvaða garn sem er, bara einhverja afganga, en það fer minna en ein 50 G dokka alls í eina buddu í þessari stærð.
Námskeiðið kostar 8.500 kr. og auk kennslu fáið þið uppskriftina að Mósaík Buddunum á rafrænu formi. Plús aðra uppskrift frá mér að eigin vali í lok námskeiðis. ATH. ad þið þurfið að prenta buddu uppskriftina út sjálf, ef þið viljið hafa hana á pappír, eða koma med hana í síma eda spjaldtölvu eftir hentugleika.
Greiða þarf fullt námskeiðisgjald við skráningu til að staðfesta þáttöku. ATHUGIÐ að endurgreiðsla er ekki í boði ef kemur til forfalla af hálfu nemenda, en ykkur er þá velkomið að gefa einhverjum öðrum (vini eða ættingja til dæmis!) plássið ykkar ef þið viljið.
Ég hlakka til að sjá ykkur í heklinu!