Mánudaginn 4. nóvember í Edinborgarsal kl. 20:00
Miðaverð 3.000 kr. Miðasala á Glaze.is.
Man in the Wild – Á kajak um Ísland og víðar
Kvikmynd með lifandi tónlist og frásögn
Tveir tónlistarmenn frá Hollandi færa okkur undur og fegurð hafsins eins og hún blasir við frá sjónarhóli kajakræðarans. Félagarnir leika lifandi tónlist við kvikmynd sem var tekin upp á sjókajak við strendur Íslands, þar á meðal á Hornströndum.
Jaco Benckhijsen er kajakræðari og tónlistarmaður frá Hollandi sem hefur farið fjölda ferða einn síns liðs meðfram ströndum Íslands, Grænlands, Papúa, Hornhöfða, Máritaníu og Alaska.
Jaco hefur kvikmyndað ferðalög sín og hefur gert kvikmynd úr úrvali ferðanna og samið tónlist við hana. Með slagverksleikaranum Joost Lijbaart (sem einnig er frá Hollandi) mun hann sýna myndina og flytja lifandi tónlist undir henni. Píanó, rafhljóðfæri og slagverk og kvikmynd miðla fegurð og undrum hafsins eins og þau blasa við frá agnar smáum kajak. Stór hluti kvikmyndarinnar sýnir strendur Íslands, Vestfirði, Snæfellsnes og suðurströndina.
Fyrir tónleikana mun Jaco sýna fjölda ljósmynda og spjalla um þær á ensku. Myndirnar sýna ferðir hans um heiminn, fólkið sem hann kynntist og praktískar hliðar ævintýra á borð við þessi.
Bylgjur píanóhljóða og rafrænir hljóðheimar spinnast saman við myndir af svörtum ströndum, himni sem speglast af yfirborði hafsins og stormum sem breyta sjónum í fjöll og dali á hreyfingu.
Verið velkomin að njóta þessa margmiðlunarviðburðar með okkur!