Í undirbúningi er málþing um nám og kennslu íslensku sem annars máls í framhaldsskólum, inngildingu og fjölmenningu.
Að málþinginu stendur framhaldsskólateymi MEMM sem er verkefni innan Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Mennta- og barnamálaráðuneytið, Menntavísindasvið Hí og Kennaradeild HA
Fyrir hverja er málþingið?
- Kennara sem kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskólum
- Kennara og stjórnendur á íslenskubrautum
- Náms- og starfsráðgjafa
- Almenna kennara
- Öll sem vilja kynna sér nám og kennslu íslensku sem annars máls, inngildingu og fjölmenningu í framhaldsskólum.
Dagskrá er í mótun en leitast verður við að kynna þá þekkingu og mismunandi reynslu sem orðið hefur til í framhaldsskólum á Íslandi um málefnið og skapa vettvang til samtals.
Gisting verður í boði á Heimavist Menntaskólans á Ísafirði sem á sumrin kallast Hótel Ísafjörður Torfnes.
Nánar á Facebook-viðburði.