Upplýsingar um verð
Tom Waits – Sönglagaskemmtun í Edinborgarhúsinu
Ólíkindatólið Tom Waits er að verða 75 ára í desember. Af því tilefni ætla nokkrir valinkunnir vestfirskir listamenn að koma saman og flytja nokkur laga hans á sönglagaskemmtun í Edinborgarhúsinu laugardaginn 23. nóvember. Leikin verða lög frá öllum ferlinum – úr ótrúlega fjölbreyttum hljóðheimi Waits, sem spannar allt frá utangarðsmannablús yfir í suðræna dansmúsík, frá hátimbraðri leikhúsmúsík yfir í fönkskotið industrial noise, frá syngjandi sveiflum yfir í rómantískar píanóballöður og allt þar á milli.
Miðaverð: 4.900 krónur.
Fram koma:
Skúli mennski (gítar, söngur, bassi)
Sara Hrund Signýjar (píanó, söngur, marimba, slagverk)
Stefán Freyr Baldursson (gítar)
Baldur Páll Hólmgeirsson (cajon, slagverk, drum pad)
Gylfi Ólafsson (klarinetta, píanó)
Gosi (Andri Pétur Þrastarson) (gítar, söngur)
Kristinn Gauti Einarsson (trommur, slagverk)
Eiríkur Örn Norðdahl (bassi, kontrabassi, dobró)
Elín Sveinsdóttir (söngur)
Skúli Hakim-Mechiat (söngur)
Arnheiður Steinþórsdóttir (söngur)
Elfar Logi Hannesson (söngur)