Upplýsingar um verð
Aðgangur ókeypis
Bræðurnir Mikolaj Ólafur , Nikodem Júlíus og Maksymilian Haraldur Frach bjóða á F.Chopin Tónlistarhátíðina föstudagskvöldið 11. apríl kl. 19:30 í Hömrum.
Á dagskránni verða yndislegar perlur sígildar tónlistar m.a. verk eftir Chopin, Bach og þáttur úr fræga ballettinum um Rómeó og Júlía eftir Prokofiev.
Mikolaj, Maksymilian og Nikodem eru allir nemendur við Tónlistarakademíuna í Kraká og hafa hlotið verðlaun í ýmsum alþjóðlegum tónlistarkeppnum, en eins og mörgum er kunnugt eru þeir fæddir og uppaldir á Ísafirði og mörg ykkar hafa fylgst með þroska þeirra allt frá bernsku. Þeir eru því sérstakir aufúsugestir hér.
Aðgangur ókeypis.
Tónleikarnir eru styrktir af Vestfjarðastofu.