Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dagskrá á degi íslenskrar tungu

16. nóvember kl. 13:00-19:00

DAGSKRÁ GEFUM ÍSLENSKU SÉNS – ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG Á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU, 16. NÓVEMBER

BÓKASAFNIÐ ÍSAFIRÐI

13:00: Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða og einn þriðji stjórnar Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag, býður gesti velkomna

Kaffi og kleinur verða í boði

13:05: Heiðrún Ólafsdóttir skáld, flytur ávarp

13:30: Vaida Bražiūnaitė hefur hent í bragðgóða tungumálasúpu

14:10: Viltu kynnast TVÍK, hinum tæknivædda íslenskukennara?

TVÍK (tvik.is), eða hinn tæknivæddi íslenskukennari, er stafrænt íslenskunámskeið sem tekur nemandann í gegnum gagnvirk og raunveruleg samtöl. Gamithra, stofnandi TVÍK fer með okkur yfir sögu verkefnisins, kynnir okkur fyrir TVÍK og vinum hans, og að sjálfsögðu verður hægt að prófa hugbúnaðinn á leiðinni.

Dagskrá lýkur á bókasafninu á milli 14:30 og 15:00.

DOKKAN BRUGGHÚS

17:00: Hraðíslenska á Dokkunni, Sindragötu 14

18:10: ÍSLENSKUSÉNSINN, verðlaun Gefum íslensku séns verða afhent.
Bragi Þór Thoroddsen bæjarstjóri Súðavíkur afhendir verðlaunin
Hnallþórur og brauðterta verða í boði fyrir gesti 

18:20: Skúli mennski flytur lög í tilefni dagsins