Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bjórskóli

9. apríl
 

Bjórskóli Sveins Waage

Sveinn Waage verður á Vegamótum 9.apríl og mun fræða gesti um bjór og brynna þyrstum. Bjórskóli er frábær og svalandi skemmtun með Sveini Waage sem hefur stúderað og kennt nánast allt um bjór í 12 ár. Bestu atriðin i bjórsögunni fá að fjúka i byrjun, svo eru mismunandi bjórstílar smakkaðir og öll helstu trixin i bókinni skoðuð. Mest er þetta þó glaumur og gleði saman gaman.

Umsagnir:

"Hef mætt tvisvar í bjórskólann og einu sinni í jólabjórskólann. Sem stjórnandi er hann frábær, veit passlega allt of mikið um viðfangsefnið, með skemmtilegar sögur og útskýringar auk þessa að vera mjög hnyttinn. Bjórskóli hjá Sveini er ávísun á frábæra kvöldstund"

"Skemmtilegur fýr, fengum hann til að vera með stand up í afmæli hjá systur minni og við gáfum honum örlítið hint sem að hann gerði að sínu og allt partýið hreinlega emjaði af hlátri.
Sem bjórskólakennari er hann fróður, fyndinn og það er gaman að vera tipsy í kringum Waage!"
 
"Einstök skemmtun og góður fróðleikur! 10/10 mæli með."
 

 

GPS punktar

N65° 41' 7.788" W23° 36' 3.089"