Óshólaviti
Vitinn er byggður árið 1937 á Óshólum undir Óshrynu, yst í Óshlíð, innan við Bolungarvík. Hann er 6,4 m hár og steinsteyptur. Hönnuður er Benedikt Jónasson verkfræðingur.
Vitinn var rafvæddur árið 1964 en gas haft til vara til ársins 1995 en þá var gasbúnaður fjarlægður og hans stað settir rafgeymar sem tengdir eru við varaperu.