Malarhornsviti
Framkvæmdir að vita við Malarhorn hófust fyrst árið 1914og lauk verkinu árið 1915. En árið 1948 var byggður nýr viti með gasljósalýsingu. Vitinn var rafvæddur árið 1963 en gas haft til vara til ársins 1996. Þá var hann útbúinn með varaperu sem fær orku frá rafgeymum. Vitinn er 3 m hár. Hönnuður er Axel Sveinsson verkfræðingur og Einar Stefánsson húsateiknari.