Galtarviti
Á Keflavíkurhól á milli Galtar við Súgandafjörð og Skálavíkur var fyrst byggður viti árið 1920. Hann var gerður eftir sömu teikningu og Svalvogaviti.
Árið 1959 var byggður nýr viti því sá gamli þótti of lágur. Hönnuður er Eggert Steinsen verkfræðingur. Vitinn er 10,7 m hár og byggður úr steinsteypu.
Orka til vitalýsingar fékkst frá ljósavélum og frá og með 1960 einnig frá lítilli vatnsaflsstöð. Árið 1994 var vitinn rafvæddur með sólarorku og vindrafstöðvum.