Bjargtangaviti
Viti var fyrst byggður á Látrabjargi árið 1913 en árið 1948 var nýr viti byggður. Var í honum gasljósatæki þar til hann var rafvæddur með orku frá ljósavélum. Árið 1985 var veiturafmagn tekið inn en sjálfvirk ljósavél sér fyrir varaorku ef straumrof verður. Sjálfvirk veðurathugunarstöð var tekin í notkun árið 1995. Vitinn er 5,9 m hár. Hönnuðir eru Axel Sveinsson verkfræðingur og Einar Stefánsson húsateiknari.