Það er geysilega vinsælt að mynda Ísland, enda myndast landið einstaklega vel. Hægt er að bóka sérstakar ljósmyndaferðir með leiðsögn ljósmyndara sem velur fallega staði til ljósmyndunar og gefur góð ráð.
Wild Westfjords
Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.
Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
View
Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner
Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður
Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann
Leiðsögukonan er klædd einsog fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrirofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðarog segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkareins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.(2 klst.)
Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar.
Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:
Into Nature (1 hour)
Traditional Tasting (20 min.)
Vistit the Church (20 min)
Aðrir gönguferðir eru:
Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)
Náttúruganga (5 klst.)Komdu að smakka (3,5 klst.)
Persónuleg leiðsögn skv.beiðniVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
View
Borea Adventures
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.
View
Wildlife Photo Travel
Wildlife Photo Travel standa fyrir vinnustofum og ljósmyndaferðum. Viðfangsefni ferðanna er íslenski refurinn og friðlandið á Hornströndum heimkynni hans.
Vinnustofurnar eru opnar öllum sem hafa áhuga á ljósmyndun, óháð því hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn.
Einnig býður Wildlife Photo Travel ljósmyndaferðir í litlum hópum.
View
Iceland backcountry travel ehf.
Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum.
Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.
View
Aðrir (4)
Arctic Exposure | Skemmuvegur 12 (blá gata) | 200 Kópavogur | 617-4550 |
Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
Sudavik Tours | Túngata 20 | 420 Súðavík | +33 6 24 40 |
Explographe | Hjallavegur 2 | 425 Flateyri | 611-3793 |