Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse

- Gönguferðir

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardval
Gistihúsið við höfnina

Gistihúsið við höfnina

Gistihúsið við Höfnina á Bíldudal er fjölskyldurekið gistihús, staðsett í hjarta þorpsins. Boðið er upp á 12 eins og tveggja manna herbergi, ýmist með
Vegamót

Vegamót

Veitingastaður og verslun á Bíldudal
Gamla smiðjan Bíldudal

Gamla smiðjan Bíldudal

Gamla smiðjan er ein elsta áþreifanlega heimildin um atvinnusögu Bíldudals, en Pétur Thorsteinsson lét reisa smiðjuna um árið 1895 og útbjó með öllum
Bíldudalur

Bíldudalur

Bíldudalur stendur við hinn ægifagra Arnarfjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Fiskveiðar- og vinnsla hafa verið stór þáttur í atvinnulífi
Tjaldsvæðið Bíldudal

Tjaldsvæðið Bíldudal

Tjaldsvæðið á Bíldudal er staðsett niðri við sjó við íþróttahúsið Byltu. Tjaldsvæðið er búið salernum, köldu og heitu vatni, þvottavél og þurrkara. Ra
Skrímslasetrið

Skrímslasetrið

Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fu
Golfklúbbur Bíldudals

Golfklúbbur Bíldudals

Golfklúbbur Bíldudals var stofnaður árið 1992, félagsmenn hafa byggt fína aðstöðu á Litlueyrarvelli við Bíldudal. Þar var gömlu íbúðahúsi breytt í klú

Aðrir (2)

Eaglefjord ferðaþjónusta Gilsbakki 8 465 Bíldudalur 694-8057
Melódíur minninganna - Jón Kr. Ólafsson Reynimelur / Tjarnarbraut 5 465 Bíldudalur 456-2186