Gistihúsið við Höfnina á Bíldudal er fjölskyldurekið gistihús, staðsett í hjarta þorpsins. Boðið er upp á 12 eins og tveggja manna herbergi, ýmist með eða án baðs ásamt tveimur stúdíóíbúðum, önnur með gistirými fyrir 1-2 og hin með gistirými fyrir 5-7. Gistihúsið við Höfnina er aðili að Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi.
Steinsnar frá er hinn rómaði veitingastaður Vegamót, þar sem gestir geta snætt kvöldverð og örstutt er yfir á Skrímslasafnið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Daginn má einnig nýta til heimsóknar í Selárdal þar sem hinar einstöku höggmyndir Samúels Jónssonar er að finna eða í innlit í Gömlu smiðjuna á Bíldudal.
Ef áhuginn liggur í útivist, þá eru margar fallegar gönguleiðir í nágrenni þorpsins. Í Seljadalsskógi er boðið upp á fræðslugöngu um skóginn í gegnum Wapp appið og í appinu er einnig að finna sögugöngu um Bíldudal. Fyrir þá sem vilja láta sjávarloftið leika um sig er boðið upp á ferðir út á Arnarfjörð í sjóstöng, náttúru- og hvalaskoðun, með Beffa Tours.