Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vaðalfjöll

Vaðalfjöll eru tveir blágrýtisgígtappar sem standa um það bil 100 metra upp úr heiðinni ofan við Berufjörð og Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Talið er að fjöllin dragi nafn af miklum vöðlum eða leirum í Þorskafirði. Vaðalfjöll sjást vel víðsvegar að og úr öllum áttum, útsýnið af toppnum er virkilega stórfenglegt og sést vel inn á Vestfirðina ásamt því að sjá yfir Breiðafjörðinn og yfir í Dalina. Þeir sjást úr fjarska þegar keyrt er að Bjarkalundi.
Gangan að Vaðalfjöllum hefst við Hótel Bjarkalund en upphafspunkturinn er nokkuð torfundinn - hann er fyrir aftan ysta sumarhúsið, hægra megin við hótelið og liggur upp úr birkirunna en ekki niður í gilið. Þegar stígurinn er fundinn er nokkuð auðvelt að fylgja honum að fjöllunum en hann er stikaður alveg að tindunum tveimur. Leiðin umhverfis tindana er þó ekki merkt og hún getur sumsstaðar verið nokkuð grýtt. A norðanverður er varða en þaðan er flott útsýni yfir Berufjörð og Þorskafjörð. Þaðan liggur svo vegslóði sem þó er aðeins fær vel útbúnum jeppum. Athuga þarf að topparnir eru aðeins kleifir að vestanverðu og henta ekki nema vönum klifurköppum enda fer hallinn í um 45 gráður. 

Vaðalfjöll

Vaðalfjöll

Vaðalfjöll eru tveir blágrýtisgígtappar sem standa um það bil 100 metra upp úr heiðinni ofan við Berufjörð og Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Talið er a
Matthias Jochumsson - minnisvarði

Matthias Jochumsson - minnisvarði

Minnisvarði um Matthias Jochumsson (1835-1920) rithöfund í Þorskafirði. 

Aðrir (1)

Hótel Bjarkalundur Reykhólasveit 380 Reykhólahreppur 5621900