Surtarbrandsgil
Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tilgangur friðlýsingarinnar er að vernda steingerðar leifar gróðurs sem er að finna í millilögum, einkum surtabrandi og leirlögum. Þetta eru leifar gróðurs sem klæddu landið á tertíer-tímabilinu.
Sýning Umhverfisstofnunar um náttúruvættið Surtarbrandsgil í gamla prestsbústaðnum á Brjánslæk er opin daglega á tímabilinu 10. júní – 10. ágúst. Aðgangur er öllum frjáls án endurgjalds.
Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.
Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.