Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skorarviti

Skorarviti er vestan undir Stálfjalli, norðan við Breiðafjörð. Hann var byggður árið 1953 en kveikt var á vitanum í fyrsta sinn árið 1954. Vitinn var lýstur með gasljósatæki þar til hann var rafvæddur með sólarorku árið 1990. Vitinn er 8,8 m hár. Hönnuður er Axel Sveinsson verkfræðingur. 

Á framhlið vitans er að finna minningarskjöld um Eggert Ólafsson varalögmann, náttúrufræðing og skáld og konu hans, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sem 30.maí 1768 ýttu úr Skor út á Breiðafjörð í feigðarför sína. 

Skorarviti

Skorarviti er vestan undir Stálfjalli, norðan við Breiðafjörð. Hann var byggður árið 1953 en kveikt var á vitanum í fyrsta sinn árið 1954. Vitinn var

Aðrir (1)

Tjaldsvæðið á Melanesi Melanes, Rauðasandi 451 Patreksfjörður 783-6600