Kópanesviti
Kópanesviti er á Kópanesi, yst á skaganum á milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar. Hann var byggður árið 1971 og lýstur með gasljósatæki þar til hann var rafvæddur með sólarorku árið 1993. Vitinn er 6,4 m hár. Hönnuður er Aðalsteinn Júlíusson verkfræðingur. Við vitann stendur skipbrotsmannaskýli.