Klofningsviti
Klofningsviti er á skerinu Klofningi vestan við Flatey á Breiðafirði. Hann var byggður árið 1926. Hann var lýstur með gasljósatæki þar til hann var rafvæddur með sólarorku árið 1991. Vitinn er 9,3 m hár. Hönnuður er Benedikt Jónasson verkfræðingur.