Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kletturinn Kerling

Kletturinn Kerling er mjög skemmtilegt viðfangsefni. Sagan segir að kerling sú er stendur þarna sé í raun tröllkerling sem átti stóran þátt í því að landræman sem tengir Vestfirði við Ísland er svo stutt á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. Kerling þessi, ásamt tveimur öðrum tröllum ákváðu eitt sinn í sameiningu að gera Vestfirði að eyju. Hófust þau handa við gröftinn, tvö þeirra að vestanverðu en eitt að austanverðu. Gröfturinn gekk vel og landræman styttist í hverri skóflustungunni. Þegar líða tók að dögun og ekki var búið að moka alla landræmuna þá ákváðu tröllin að forða sér áður en sólin kæmi. Litu þau fyrst yfir firðina í innanverðum Breiðafirði að vestanverðu, sem voru orðnir fullir af eyjum en horfðu síðan yfir Húnaflóann að austanverðu og sáu að engin einasta eyja hefði myndast. Tröllunum sinnaðist við þetta og hlupu því hvort í sína áttina. Kerling á Drangsnesi er sú er gróf að austanverðu en hin tvö tröllin má sjá steingerð á harðahlaupum út eftir Kollafirði. Kerlingu á Drangsnesi líkaði ekki að engin eyja hafði myndast við gröft sinn svo hún lagði allan kraft í það rétt í dögun að mynda eina slíka fyrir utan Drangsnes. Það ku vera eyjan Grímsey í dag. 

Kletturinn Kerling

Kletturinn Kerling

Kletturinn Kerling er mjög skemmtilegt viðfangsefni. Sagan segir að kerling sú er stendur þarna sé í raun tröllkerling sem átti stóran þátt í því að l
Pottarnir á Drangsnesi

Pottarnir á Drangsnesi

Ófáir Strandamenn hafa dregið sig saman í pottunum á Drangsnesi, enda hefur þar löngum verið samkomustaður ungs fólks á öllum aldri. Pottarnir þrír er
Drangsnes

Drangsnes

Drangsnes stendur í mynni Steingrímsfjarðar og er eini þéttbýlisstaðurinn í Kaldrananeshreppi. Drangsnes er ungt þorp en þar fór þéttbýli ekki að mynd

Verslunarfélag Drangsness ehf

Sundlaug Drangsness

Sundlaug Drangsness

Laugin var byggð árið 2005 og er 12.5 m löng. Þar er að auki heitur pottur, gufubað og krakkapollur. Vetrartími:  Opið er á þriðjudögum, miðvikudögum

Malarhornsviti

Framkvæmdir að vita við Malarhorn hófust fyrst árið 1914og lauk verkinu árið 1915. En árið 1948 var byggður nýr viti með gasljósalýsingu. Vitinn var r
Gistiheimilið Malarhorn

Gistiheimilið Malarhorn

Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu
Grímsey

Grímsey

Grímsey á Steingrímsfirði er sannkölluð náttúruperla. Einungis 10 mínútna sigling er til Grímseyjar og boðið er upp á áætlunarferðir frá Drangsnesi. Í

Grímseyjarviti

Grímseyjarviti var byggður 1949 og var lýstur með gasljósatæki. Árið 1992 var svo rafvæddur með sólarorku. Vitinn er 10,3 m hár. Hönnuður er Einar Ste

Aðrir (3)

Hveravík/Söngsteinn Hveravík 511 Hólmavík 892-8187
Gistiþjónusta Sunnu Holtagata 10 520 Drangsnes 451-3230
Tjaldsvæðið á Drangsnesi Aðalbraut 520 Drangsnes 834-5520