Hornbjargsviti
Hornbjargsviti var byggður árið 1930 í Látravík, austan við Hornbjarg. Vitinn er 10,2 m hár. Hönnuður er Benedikt Jónasson verkfræðingur. Hann var lýstur með gasljósatæki þar til 1960 en þá var hann raflýstur með orku frá lítilli vatnsaflstöð og ljósavélum. Árið 1995 var hann svo rafvæddur með sólar- og vindorku og sett upp sjálfvirk veðurathugunarstöð.