Hornbjarg og Hælavíkurbjarg
Hornbjarg er þverhnípt bjarg í friðlandinu á Hornströndum. Nyrsti oddi Hornbjargs heitir Horn og er nyrsti tangi Vestfjarða og þaðan fá Hornstrandir nafn sitt. Bjargið er snarbratt og hæsti tindur þess, Kálfatindur er í 534 metra hæð, tindurinn Jörundur er þar næstur í 429 metra hæð. Bjargið er einstök sjón og engu öðru líkt, einstaklega grænar og grasgrónar hlíðar sem skyndilega verða að snarbröttum klettaveggjum sem hrapa í sjóinn.
Hornbjarg er eitt af mestu fuglabjörgum landsins og þar verpa fjölmargar tegundir bjarg og sjófugla.
Til að komast að Hornbjargi þar að fara með bát frá Ísafirði.
Hælavíkurbjarg er staðsett á milli Hælavíkur og Hornvíkur á Hornströndum. Bjargið er beint í sjó fram og afskaplega skemmtilegar bergmyndarnir má sjá í bjarginu. Bjargið er 521 metra hátt þar sem það er hæst og margir sjófuglar sem byggja það. Súlnastapi stendur fyrir utan bjargið en þar er mikil súlubyggð.