Hólmavíkurviti
Hólmavíkurviti var reistur árið 1914. Fyrsta áratuginn var í vitanum lítill steinolíulampi, útbúinn með hlíf sem snerist fyrir ljósið vegna hitans frá lampanum og blikkaði ljósið og varð auðþekkt frá öðrum ljósum. Árið 1925 var vitinn gasvæddur og rafvæddur árið 1963. Vitinn er 3 m hár. Hönnuiður er S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi.